Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 6
74
ætla sjer að kaupa, en selja aptur sína innlendu vöru
fyrir hið hæsta verð, sem kann að fást fyrir hana, alveg
án tillits til þess, optast nær, hvernig svo ársverzlunin
öll ber sig í heild sinni. Ekki að tala um hitt megin-
atriðið, að endurbœtt framtíðarverzlun sje höfð í huga,
nje litið eptir því, hvernig viðskiptanauturinn muni, samt
sem áður, sjá sínum hag borgið, þegar öll kurl eru
komin til grafar.
Þó menn sjái það enda, með opnum augum, að eins
og samkeppninni er stundum háttað hjer á landi, þá
myndar hún fullkomið falsverð og falsverzlun, þá eru
hinar gömlu verzlunaróvenjur svo fastar í sessi, hugs-
unarhátturinn svo þreklaus eða spilltur, að þessu sýnist
vonlítið að fá breytt. F*ó þeir menn eigi hlut að máli,
sem annars eru glöggir og velviljaðir, þá halda þeir fast
við sinn keip: að styðja verzlun keppinautanna, ef hægt
er að fá ýmislegt smávegis hjá þeim lækkað niður fyrir
kaupfjelagsverðið, með »prútti« og »prósentu« gyllingum.
Hvernig myndast þá eðlilegt varningsverð yfir höfuð
að ræða?
Eptir almennum viðskiptahætti í heiminum fer verð-
lagið vanalega eptir framboði vörunnar og eptirspurn
eptir henni. Ef framleitt er meira af einhverri vöruteg-
und, en nemur eptirspurn eða neyzlu hennar, þá lækkar
verðið. Ef eptirspurnin, hinsvegar, og neyzlan, að því er
snertir einstakar vörutegundir, er meiri en framleiðslan,
þá hækkar verðið. Þessi regla, eða þetta allsherjarlögmál
ræður aðallega verðlaginu á heimsmarkaðnum, nú á
dögum.
A fyrri tímum, meðan samgöngur voru litlar og ófull-
komnar, og enginn verzlunarfjelagsskapur átti sjer stað,
þá höfðum vjer, íslendingar, ekkert að segja af heims-
markaðnum, eða verðlagi því,. sem hann skapaði. Pá
voru það útlendu kaupmennirnir, sem hjer verzluðu, er
einir rjeðu verðlagi á öllum varningi bæði innlendum
og útlendum. Og verðlaginu höguðu þeir eðlilega þann-