Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Qupperneq 9
77
3. Að lána ekki út vörur nema um stuttan tíma og gegn
vöxtum.
4. Að fækka ónauðsynlegum milliliðum.
5. Að skilja sem mest að innkaup á útlendu vörunni
og sölu á innlendum afurðum. Með öðrum orðum:
að afnema vöruskiptaverzlunina.
Þessum meginatriðum gengur kaupfjelögunum illa að
fullnægja eða framkvæma þau í reyndinni hjer á landi,
enn sem komið er, og er það margt sem til þess ber.
Einna tilfinnanlegasti erfiðleikinn, og sá sem langverst
er að ráða bót á, er efnaskortur fjelaganna og peninga-
leysið. Flest okkar kaupfjelög byrja með tvær hendur
tómar, eða því sem næst. En þegar búið er að koma
nafninu á stofnun fjelagsins, þá er talið sjálfsagt að
byrja þegar í stað á framkvæmdum: panta vörur, taka
hús á Ieigu eða kaupa þau, ásamt fleiru því um líku.
Eina fangaráðið sem þá verður að grípa til er það: að
taka lán, ef það fæst, eða þá að fá hinar pöntuðu vör-
ur lánaðar fyrir milligöngu umboðsmanns fjelagsins í
útlöndum. Stofnbrjefafjeð er vanalega svo lítið, að það
dregur skammt. En með þessu er fjelagsskapurinn í
raun og veru heptur á höndum og fótum. Framkvæmd-
ir fjelagsins verða seinfara og þunglamalegar. Sjálfstæði
fjelaganna, út á við, er mjög mikið skert, og hagsmuna-
vonin rýrð, þegar svona er högum háttað. Það er frá-
leitt það eitt, sem þá kemur til greina, að vextina þarf
að leggja á lánsvöruna, heldur munar hitt miklu, að
geta eigi leitað fyrir sjer með vörukaupin þar sem bezt
hentar í þann og þann svipinn, hvar sem vera skal,
auóvitað helzt hjá frumframleiðendunum sjálfum, og
kippa þannig í burtu öllum milliliðum, en verða sjálfur
aðnjótandi þess afsláttar er optlega fæst með því móti
að kaupa mikið í senn og án allrar áhættu fyrir selj-
andann.
Til þess að kaupfjelagsskapurinn geti staðið föstum
fótum, notið sín fyllilega og hindrunarlaust, og rutt sjer