Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 14

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 14
82 þó fyrir peninga út í hönd, og ætti það að vera svo að öllu leyti í framtíðinni. Líklega er þessu nokkuð á annan veg háttað í öðrum landsfjórðungum, t. d. norðanlands. Það er eigi ólíklegt að það sje meiri erfiðleikum undirorpið, heldur en hjer sunnanlands, að koma þar á aðgreining, að því er vöru- skiptin snertir. Valda því sumstaðar, meðal annars, lakari samgöngur við önnur lönd. Erlend viðskiptasainbönd geta og, ef til vill, haft nokkur áhrif í þessu efni. Sama er einnig að segja um fjelagsskapinn sjálfan, að fyrir- komulag hans og festa er þar eigi í því lagi sem vera þarf. Stendur hann víða völtum fótum, og ástandið hvað það snertir er engu betra þar en hjer, að F’ing- eyjarsýslum undanskildum. En hvað sem um þetta atriði má að öðru leyti segja, þá hlytur það að vera eitt af meginatriðum kaupfjelags- skaparins, í nútíð og framtíð, að vinna á móti vöruskipta- verzluninni og útrýma henni. * * * V. Þegar um stofnun kaupfjelaga er að ræða, krefjast margir þess, að fjelögin selji sínar vörur, sem það lætur til fjelagsmanna ódýrt, mun ódýrar en viðgengst, sam- tímis, hjá kaupmönnum í grenndinni. þetta er fyrsta krafan og optlega aðalkrafan hjá mörgum kaupfjelags- manninum. En þetta er misskilningur og stríðir á móti þeirri reglu, sem fylgt er í erlendum kaupfjelögum og verið er að reyna að framfylgja hjer í sumum kaupfje- lögunum. Aðalreglan í kaupfjelögunum, hvað verðlagið snertir, á að vera sú, að sníða verðið á útlendu vörunni eptir því, sem aðallega viðgengst hjá kaupmönnum á þeim og þeim staðnum. Með öðrum orðum: fjelögin eiga að selja vörurnar með svipuðu verði og kaupmenn gera. Með

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.