Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Side 16

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Side 16
84 í þessu efni gæti það verið til stuðnings, og ætti vel við, hvort sem er, að fjelögin hefðu sem líkastar reglur með það, hvernig verðreikningarnir eru útbúnir, og hinn ýmislegi kostnaður lagður á vörutegundirnar. Um sameiginleg innkaup fyrir fjelögin hefir verið minnst á áður, og þeir sem um það efni hafa rætt, virðast vera sammála um það, að þau ættu að komast í framkvæmd sem allra fyrst. F*að væri óneitanlega langæskilegast að öflugur og haganlegur fjelagsskapur í þessu efni kæmist bráðlega í framkvæmd. Flestir þessir útlendu umboðs- menn, sem kaupfjelögin verða að bjargast við, eru frem- ur illa til þess fallnir, ýmsra hluta vegna. Þeir hafa margir umboðsmennskuna fyrir meginatvinnu og reyna því að hafa sem mest upp úr henni. Sumir þeirra hafa og gerzt Iánveitendur fjelaganna. Af því hefir svo aptur leitt það, að fjelögin hafa orðið þeim háð og skuldbund- in og átt örðugt með að losa sig aptur, og kennir hjer óneitanlega allt of mikið sama keimsins eins og á sjer stað í skuldaviðskiptum heima fyrir, milli bóndans og selstöðukaupmannsins. Yfir höfuð eru það þungir kostir fyrir kaupfjelögin að nota þessa erlendu umboðsmenn, og kostar þau stórfje. Væri því bezt að geta losnað við þá með haganlegu móti. Það mundi því reynast stór gróði fyrir fjelögin, ef þau gætu komið sjer saman um að hafa sameiginegan erind- isreka, —eins og optlega hefir komið til mála í Sambands- kaupfjelaginu, — er annaðist um innkaup á vörum, er þeim við kemur, og launa honum sæmilega frá sjálfum sjer. En það eru ýmsir örðugleikar á því að koma þessu í framkvæmd, enn sem komið er, en þó einkum sá, hvað fjelögin hafa lítið handbært veltufje. Það Iiggur í augum uppi að þá þyrftu þau að hafa nægilegt fje til umráða, svo auðið væri að borga vörurnar út í hönd með pen- ingum eða ávísunum á banka, þar sem vörurnar eru keyptar. En það er eigi útlit fyrir að þessu verði komið við í næstu framtíð. Engu að síður ættu fjelögin og þá

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.