Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Síða 17
85
fyrst og fremst »kaupfjelagssambandið« að vinna að því
kappsamlega, að þessu geti orðið framgengt sem allrafyrst.
* *
*
Eins og þegar hefir verið bent á hjer að framan, þá
er kaupfjelagsskapnum hjer á landi mjög ábótavant í
ýmsum greinum. Hjer hefir verið bent á ýmislegt, sem
stendur honum fyrir góðum framgangi, og veldur hon-
um vanþrifum. Pessar athugasemdir eru að vísu að mikluj
leyti byggðar á þeim kunnugleik er eg hefi af kaupfjelög-
unum sunnanlands, en fyrir afspurn, og af viðtali við
kunnuga menn í hinum landsfjórðungunum, þar sem
verið er að fást við þennan fjelagsskap, þykist eg skilja
að víðast hvar muni pottur brotinn í þessu efni. Jeg vona
þvi, að öllum geti komið saman um það, sem við þetta
þýðingarmikla málefni, — kaupfjelagsskapinn — eru riðnir,
að nauðsynlegt sje að vera á verði, og gera allt sem
gert verður til þess, að kaupfjelögin eflist og nái tilgangi
sínum. En til þess þarf svo margt og mikið, svo sem:
árvekni, þolinmæði og óþreytandi starfsemi. Pað þarf að
sigra þá þrautina sem þyngst er: að umskapa hugsunar-
háttinn, því sgrunaða svæðið er hugsunarhátturinn«. F*að
þarf að brýna fyrir almenningi þýðingu þessa fjelagsskap-
ar, tilgang hans, markmið og starfsemi. Og þetta þarf
að gerast, ekki einu sinni, heldur aptur og aptur, ef vel
á að farnast.
Eitt af því er mundi hafa taisverða þýðingu, til þess
að útbreiða kaupfjelagsskapinn og samvinnufjelagsskap-
>nn yfir höfuð hjer á landi, og hvetja menn til þess að
taka þátt í honum, eru skýrslur um þesskonar fjelags-
skap, bæði hjer á landi og í útlöndum. „Timaritið“ hefir
nú að vísu flutt skýrslur viðvikjandi ýmsum samvinnu-
fjelagsskap og ritstjóri þess hefir allan hug og vilja á
því, að betur verði ágengt með þetta atriði framvegis.
En það gengur svo ákaflega örðugt að fá innlendu sam-
7