Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Qupperneq 20

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Qupperneq 20
88 og bitrum orðum, að slíkt hlyti að duga, að minnsta kosti gagnvart forstöðumönnum sambandsdeildanna. En, viti menn! Þrátt fyrir allt það, sem nú er talið, lítur út fyrir það, að flestir forstöðumennirnir hafi »staðið á bak við súluna« meðan á fyrirlestrunum stóð; heyrt, en samt ekki heyrt, þó undarlegt megi virðast. Með naumindum hefir verið hægt að fá vitneskju um það á aðalfundum sambandskaupfjelagsins, hverju við- skiptavelta sambandsdeildanna nam, árinu áður, svo hægt væri að byggja á því niðurjöfnun sambandskostnaðarins, og þetta hefir þó ekki einu sinni fengist fyrir víst og nákvæmlega, í heild sinni. Lengra er málinu enn ekki komið. Samt sem áður er verið að ræða um nauðsyn á ýmsum sameiginlegum framkvæmdum: sameiginlegum erindisreka, sampöntunum, m. fl. og fl. Meðan svo að kalla enginn þekkir annan, væru framkvæmdir í þessum atriðum líkari því sem í draumi gerist, en hinu, að þetta ætti að vera árangur af hugsunum vakandi og þrosk- aðra manna. Því, í þessu efni er það óneitanlega frum- skilyrðið, að þekkja skipulag, starfsemi, hag og horfur alveg rjett og nákvœmiega, svo að segja út í yztu æsar hjá hverri einstakri fjelagsdeild til þess að nokkur veru- leg samvinna, samábyrgð og fjelagsleg framkvæmd geti eiginlega átt sjer stað, með líkum fyrir góðum árangri. Enginn veit enn um tölu þeirra manna, sem taka reglu- legan þátt í samvinnufjelagsskap vorum, ekki um sjóð- eignir fjelaganna, eða skuldlausar eignir: fasteignir, áhöld og veltufje. Enginn getur þá heldur haft yfirlit yfir þau öfl og krapta sem í þessu efni er til að dreifa, og þá er heldur eigi unnt að gizka sennilega á það, hvað með þeim væri hægt að vinna í sameiningu. Menn vita reynd- ar eigi heldur, með fullri vissu, hvort kraptarnir eru að vaxa, eða þverra, eptir því, sem árin líða. Með þessu er nú í fáum aðaldráttum sýnd sú hlið málsins, er veit að sambandskaupfjelaginu og þýðingu þess. Það ætti því að vera auðskilið mál að fjelagið get-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.