Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 33

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 33
101 með sýnishornin og verðiistana, eða þá að kaupfjelögin gætu annast um pantanirnar, dregið þær saman og sent til stórsöluhússins. Með þessu fyrirkomulagi þyrfti vafa- laust minna veltufje heldur en við síðustu áramót hefir legið í óseldum vörum hjá kaupmönnum og kaupfjelög- Um. Hinir ríkustu kaupmenn þola helzt biðina. Hvar sem maður leitar fyrir sjer í útlöndum, þá er varla auðið að finna þann stað, þar sem fáist vel að greindar vörur við hæfi íslendinga. Til þess því að fá fjölbreytta sölubúð, þarf maður opt að taka sitt hjá hverjum. Sjerverzlunarmenn eru nær því í hverri grein í útlöndum. Væri þess konar menn fleiri hjer á landi en nú tíðkast, en færra af smákaupmönnum og smásölum, þá mundi verzlunarástandið vera talsvert betra. Eg hefi nú, hjer að framan, minnst á tvö sparnaðar- atriði, en nú skal drepið á það þriðja, sem er innkaup útlendrar vöru og hvernig þeim er háttað. Varan sem vjer neytum til daglegs viðurværis, er opt flutt til vor frá allt öðrum stöðum en þeim, þar sem hún er í fyrstu framleidd, og á þann hátt Iendir hún í höndum ymsra milliliða. Þannig sækjum vjer hveiti, kaffi og hafragrjón til Kaupmannahafnar þó að í fyrstu sjeu þessar vörur komnar þangað frá Ameríku. Yfirleitt virð- ist mjer Kaupmannahöfn vera illa fallin til þess að vera lengur miðpunktur íslenzkrar verzlunar. Pegar litið er á það, hvernig markaður þar er fyrir íslenzkar afurðir, þá fer alveg yfir um með hagsýnina. Viðskipti við England, Þýzkaland og Ameríku mundu miklu hagfeldari fyrir ís- lendinga. Oss vantar beinar skipaferðir til Ameríku. Fæ eg ei annað skilið en þá hlyti að myndast af því við- skiptalíf, sem gæti numið allmiklum hagnaði fyrir land- ið, ef með því móti væri hægt að koma á beinum við- skiptum milli framleiðenda og neytenda. Frá Ameríku gætu þá kaupfjelögin hjer pantað ýmsar vörur. Sýnist þá eðlilegast, að hjer væru sett á stofn forðabúr, er væru milliliður milli framleiðenda og neytenda, sem jafnframt 8

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.