Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Síða 41

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Síða 41
109 hræddir um að kostnaðurinn á sláturhúsinu hjer yrði hlutfallslega meiri en við aðalhúsið í Reykjavík, sökum flutningskostnaðar suður og af fleiri ástæðum, og var því fallizt á þennan mismun á kjötverðinu í þetta skipti. Annars eru menn mjög óánægðir með verðmuninn og telja hann alveg ósamræmanlegann við fjelagshugmynd- ina, þar sem bæði sláturhúsin eru háð sömu skyldum og bæði miða til þess að efla sameiginlega fjelagshags- muni, enda verður hann, að líkindum látinn niður falla, þegar á þessu ári. Forstjóri sláturhússins hjer er Hjörtur kennari Snorra- son á Skeljabrekku, en slátrarinn var Tómás Tóinásson, yfirslátrari fjelagsins. Almennt talið munu menn vera mjög ánægðir með fjelagsstofnun þessa. Ró hefir brytt á lítilsháttar óánægju hjá sumum fjelagsmönnum, eins og optast vill brenna við. Orsakirnar til óánægjunnar liggja naumast í fjelag- inu sjálfu, heldur í hinu, að verðfall bar að höndum á sama tíma, ervilt var að ná í peninga, og öll verzlun var mönnum óhagstæð. Pessu blanda sumir saman, þó alveg ósamkynja sje, og hafa allt á hornum sjer, þegar eitthvað blæs á móti. Annars skilja menn vel þennan fjelagsskap og nytsemi hans; eru því allar horfur með því, að hann eigi hjer góða og örugga framtíð. Sú hugsun hefir vaknað, að sameina sláturfjelagið og kaupfjelagið hjer, því óþarfi virðist að hafa svona skyld fjelög aðskilin, en samein- ingin gæti orðið til hægðarauka og stuðnings á ýmsan hátt. J. B. 8. Maí 1909.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.