Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Qupperneq 42
110
III. fmislegt
(að mestu þýtt úr úlendum samvinnufjelagaritum).
1. Veltufjef'. (Kooperatören 1908. Nr. 1.)
»Vilji maður takmarkið, verður maður einnig að vilja
veginn til að ná því« er góð og örugg regla. En svo
er að sjá að margir, sem ganga inn í samvinnufjelögin,
þekki ekki þessa reglu.
Hver maður, sem nokkuð vill beita íhugun sinni,
hlýtur að geta skilið það, að til fjárhagslegrar samvinnu
er óumflýjanlegt að hafa í höndum þann viðskiptamiðil
eða verkfæri, sem heitir peningar, og útvegun þeirra
verða fjelagsmenn sjálfir að annast. Auðvitað væri það
ákjósanlegast að allar vörur væru, þegar í fyrstu, að
eins keyptar gegn peningum, er fjelagsmenn Ijetu af
hendi fyrirfram, og sameiginleg vörukaup framkvæmd
að því fengnu. En þessu getur eigi verið að heilsa, eins
og högum manna er almennt háttað, og þess vegna
hafa menn almennt tekið annað ráð, sem hvarvetna hefir
vel gefizt, þar sem því hefir verið fylgt tneð fullum
skilningi og festu af hálfu samlagsmanna, og það er:
að safna veltufje með ýmsum ráðum, svo sem: inn-
gangseyri, tillagi til stofnsjóðs, með því að láta ágóða
fjelagsmanna ávaxtast í fjelaginu, einnig sjerstakar inn-
eignir, m. fl. og fl.
Með þessari aðferð er eiginlega engum fátækling bægt
frá því að gerast fjelagsntaður, þó hann f fyrstu geti
eigi lagt fram fje til samvinnunnar, sem neinu verulegu
nemi, ef hann að eins skuldbindur sig til þess að fylgja
fjelagsreglum og leggja sinn skerf fram til veltufjárins
með tímanum, annaðhvort með smáaukaframlögum eða
láta ágóðann vera kyrran í fjelaginu.
En, skyldu menn þá ekki mega gera sjer í hugarlund
að þeir, sem gerast fjelagsmenn, en áður hafa árum
sarnan-verzlað við kaupmenn, með heldur lakara verð-