Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Side 47
2. Stór viðskiptavelta tryggir kaupfjelaginu góð kjör í
vörukaupunum, og þessi iiagnaður verður enn þá
meiri, þegar fjelagið getur borgað hinar keyptu vörur
með peningum.
3. Kaupfjelögin iáta menn, með fastákveðnum launum,
selja eða afhenda fjelagsvörurnar, sem eru skuld-
bundnir til að gera full reikningsskil; en verzlunará-
góðinn er eign fjelagsmanna sjálfra, og hafa þeir full
og óbundin umráð yfir honum á aðalfundi fjelagsins,
ár hvert.
4. Þegar hin smærri kaupfjelög mynda eitt stórt sam-
bandskaupfjelag, sem framkvæmir vörukaupin í einu
lagi í stórkaupum, þá getur það fjelag náð í hin á-
ágœtustu vörukaup, sökum vörumagnsins, er aptur
dreifist út meðal hinna mörgu og áreiðanlegu fjelags-
kaupenda.
5. Allar tilraunir til viðskiptasvika hverfa í kaupfjelögun-
um, af því starfsmenn þeirra hafa engan eiginhagnað,
hvorki af vörufölsun nje rangri vöruúthlutun.
ö. Starfsemi kaupfjelaganna fer fram algerlega á opin-
beran hátt. Reikningar þeirra eru prentaðir og aug-
lýstir að því búnu; hefir því hver fjelagsmaður ó-
hindraðan aðgang að þeim.
7. Með því að innleiða þá reglu í kaupfjelögunum: að
hönd selji hendi, geta fjelagsmenn orðið fjárhagslega
frjálsir og óháðir. Þetta frelsi sitt geta þeir gert enn
þá tryggara sökum fjelagságóðans, sem þeir fá í sinn
hlut.
8. Kaupfjelögin tryggja stöðu starfsmanna sinna í öllu
tilliti. Gagnvart þeim þarf engin ákvæði að setja með
lögum eða almennum reglugerðum, að því er snertir
vinnutima og verkalaun.
9. Hver sá maður, sem hefir ástæðu til þess að fara
gætilega með tekjur sínar.
Hver, sem leggur áherzlu á það að ná í góðar vörur.
Hver, sem vill hlynna að rjettlátri skipting auðsins.