Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 48

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 48
1Í6 Hann á af alhug að bindast kaupfjelagsskapnum og hafa viðskipti sín í formi samvinnufjelagsskaparins. * * 1. Sökum þess, hversu smákaupmönnum fjölgar óðfluga og heimskulega mikið, getur ómögulega hjá því farið að viðskiptavelta hvers einstaklings, meðal þeirrra, verði lítil og mjög svo takmörkuð. 2. Af þessari ástæðu, og jafnframt vegna þess, að flest- ir smásalar eiga sára lítið veltufje, og verða því að bjargast við lánsfje, sem þeir síðan lána aptur öðrum, standa þeir miklu ver að vígi en kaupfjelögin með tilliti til þess að komast að góðum kjörum í vöru- kaupum sínum. 3. Einkaverzlunin er eingöngu þjónn e/g7nhagsmunanna. F*eir menn sem þann atvinnuveg stunda, hugsa sjer að hafa sem mestan hagnað af kaupendum sínum. F*eir eru ekki að skýra kaupendum frá því hver verzl- unarágóðinn verður, og þeir verja honum alveg ó- skiptum í þarfir sjálfra sín. 4. Smásalarnir, sem sneiða hjá því, að láta stjettarbræð- ur sina fá vitneskju um það, hvar þeir kaupa vörur sínar og að eins þurfa á litlu að halda af hverju einu, verða mjög opt fyrir halla og vonbrigðum með tilliti til verðlags og vörugœða. 5. Sú freisting liggur ákaflega opin á veginum hjá kaup- manninum: að vera naumari i útlátum en rjettu hófi sætir og óvandari að vigt og vörugæðum, af því þessar mörgu smáverzlanir eru reknar af eigin hagn- aðarhvötum, og hver vill troða skóinn niður af hinni í baráttu hinnar hörðu samkeppni. 6. Hver verzlunarmaður leitast á allar lundir við að breiða sem þjettasta blœju yfir það, hvernig hagur verzlunarinnar stendur. F’að má heita fullkomin undan-

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.