Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 52

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 52
120 alls eigi hærra, og það þó fjelagið hafi, að jafnaði, vand- aðri vöru og betur af hendi látnar. En það er búið að endurtaka þessar kvartanir svo opt, að þær eru nærri því orðnar að trúarjátningargrein hjá sumum mönnum. Yfirleitt ættu menn að vera fremur varkárir með kvart- anir og útásetningar, því þess konar hefir eigi ætíð góð eptirköst. En, það sem kemur beint og opinberlega fram getur verið viðfangsefni fyrir fjelögin, en þær aðfinnslur, sem ganga' um eins og kofaþvaður í smáþorpum, eru eigi þess verðar að við þær sjeu ólar eltar. 5. Hluttaka kvenna í samvinnufjelagsmálum. Eins og í svo mörgum öðrum greinum er þekking íslendinga á hugtökum samvinnu fjelagsskaparins og helztu framkvæmdarmeðölum mjög svo af skornum skamti, enda er hreifingin ung hjer á landi, og enn þá hefir lítið verið gert til þess að útbreiða rjettan skilning á henni og efla henni hluttöku almennings. Pað kveður svo rammt að þessu, að mikill þorri manna telur það ó- þarfa og gagnslausa eyðslu að verja svo litlu af sam- eiginlegu fje, til þess að halda uppi skriflegum fjelags- blöðum eða prentuðum ritum til fræðslu og skilnings- auka í samvinnumálum, ef þetta »ber sig ekki« eptir strangasta reikningi. þetta er jafn-ólíkt því, sem tíðkast í erlendum samvinnufjelögum eins og svart er hvítu. Á líkan hátt er því varið með hiuttöku karla og kvenna, í þessu efni, hjer á landi og hinum megin sunds- ins. Það eru nær því undantekningarlaust karlmennirnir einir, hjer á landi, sem kynna sjer samvinnufjelagsskap- inn og taka þátt í honum, en kvennþjóðin stendur hjá, og það er naumast hægt að segja að hún »horfi á«. Að líkindum þætti það ekki »kvennlegt«, víða hvar að kona færi að lesa nokkuð er að samvinnufjelagsmálum lýtur. Samt sem áður er kvennrjettindamálið ofarlega á dagskrá meðal almennra landsmála, og í allgóðu horfi

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.