Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Síða 54
122
loks fyrir alvöru teknir að snúa sjer að samvinnufjelags-
skap og almennri samvinnu, einkum í kaupfjelagsmálum.
*
Hin þýðingarmesta krafa, sem gerð er til hvers sam-
vinnufjelagsmanns er sú: að hann starfi sem tryggur
fjelagsmaður í fjelagi sínu. Pessi starfi er fólginn í því,
í fremstu röð, að hann hlaupi aldrei fram hjá fjelaginu,
þó útlit sje fyrir það, i augnablikinu, að hann geti haft
ofurlítinn hagnað af því. Spyrjið einkasala að því, hvort
honum komi til hugar að kaupa heimilisnauðsynjar
sínar hjá öðrum kaupmanni, ef þær eru til í hans eigin
sölubúð; hann mundi hlæja að yður eður ætla að verið
væri að gera gis að sjer, og þó væri það ekki hótinu
broslegra af honum að gera þetta en þegar kaupfjelags-
maðurinn fer að flækjast á meðal einkakaupmanna.
Það er að vísu formleg regla, að húsbóndinn komi
fram sem meðlimur í kaupfjelagi, en í sjálfu sjer er
hann það að eins sem fulltrúi heimilisins, og í engri
grein er það jafnnauðsynlegt að húsbóndans framkoma
sje í samræmi við skoðanir húsmóðurinnar.
Ef konan er góð og umhyggjurík húsmóðir getur
hún, í raun rjettri, gert meira að verkum en maðurinn,
til þess að efla hollan heimilisfjárhag. Það gagnar smátt
þó maðurinn skilji góðar frumreglur og breyti eptir þeim,
ef konan getur eigi tileinkað sjer sama skilning nje tek-
ið þátt í samvinnunni. Pess vegna er það mikill mis-
skilningur af mönnunum, að taka verulegan þátt í sam-
vinnufjelagsskap, án þess að konur þeirra fylgist með í
skilningi og framkvæmdum. Næstum frekar en endrar
nær verður valdboð, frá mannsins hálfu, þýðingarlítið í
þessum greinum.
í mörgum löndum, þar sem samvinnufjelagsskapur
hefir náð þroska, hefir mönnum verið Ijós þýðing þess
að fá konur til samvinnunnar og að það sje skylda