Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 55

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 55
123 þeirra að draga sig þar ekki í hlje. Þetta hefir komið fram í því að konum hafa verið falin ýms fjelagsleg störf og jafnframt í því að slofnuð hafa verið kvenna- fjelög innan vjebanda hinna sjerstöku samvinnufjelaga. Þannig eru um 25 ár Iiðin frá því að þess konar kvenn- fjelög voru fyrst stofnuð á Englandi; nú eru slík fjelög orðin 4 — 500, sem öll eru í einu bandalagi; fjelagskonur eru yfir 25,000. í Svíþjóð voru fyrstu kvennfjelögin stofn- uð fyrir fáum árum; nú eru þau orðin yfir 100 og fje- lagatalan 3 — 4000. þessi kvennfjelög hafa einkum lagt stund á frœðslu- starfsemina, og þá helzt meðal kvennþjóðarinnar sjálfrar. F*að er svo eðlilegt, að konum með sjerþekking á sam- vinnufjelagsskap, gangi það betur en karlmönnum að fá áheyrn hjá stallsystrum sínum og sannfæra þær. Það atvik, að nær því allt fjelagslíf, — einkum það sem var hagfræðislegs efnis — hefir hingað til, nær því eingöngu verið í höndum karlmanna, hefir leitt til þess, að konur líta almennt svo á, að á þessu þurfi ekki breytinga með. Þær hafa ekki komið auga á það, að einmitt í þessum efnum, er þrautir að leysa fyrir þær, og ábyrgðin fyrir góðri úrlausn hvílir engu síður á þeim en karlmönnunum. þessum hættulega misskilning þarf fyrst og fremst að útrýma. Konunni þarf að skiljast það, að samvinnufje- lagsskapurinn miðar til þess, að búa til heimili, er byggð sjeu á hollum, fjárhagslegum grundvelli, og að það hlýt- ur að vera konunni sjerstaklega hjartfólgið, að geta náð þessum tilgangi, þar sem hún er fremsti fulltrúi heim- ilisins, í raun og sannleika. Hið næsta, sem innræta þarf er það, að engu miklu markmiði verður náð, án þess. maður leggi talsvert sjálf- ur í sölurnar. Samvinnufjelagsskapurinn heimtar ósin- gjarna starfsemi, þolinmæði og sjálfsafneitun, má ske um talsverðan tíma, áður en veruleg uppskera getur byrjað. I

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.