Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 58
126
og geta, auk þess, lagt til hliðar dálítið af sparisjóðs-
aurum.
En framar öllu má telja það, að það verður konunni
sönn gleði og ríkuleg laun fyrir öll sín störf í þjónustu
hins nýja boðskapar, að hún getur kennt börnum sín-
um og næstu kynslóðinni að iifa eptir hollari frumregl-
um en áður var, og á þann hátt Ieggja grundvöllinn til
sælla heimilislífs.
6. Ágrip af fyrirlestri*. (»Samvirke«. Nr. 21 —22. ’08.)
»Bardaginn fyrir tilverunni« hefir, eptir því sem ald-
irnar liðu, ekki að eins beinst að því, að geta varðveitt
hið líkamlega líf í lengstu lög, heldur og jafnframt að
því atriði, að geta öðlast sem ntfest af þægindum lífsins,
með sem minnstri áreynslu. Lægri stjettirnar og fátæk-
lingarnir þrýsta á fjelagsfylkinguna til þess að komast
áfram. Æðri stjettirnar og auðmennirnir halda fast í hið
fengna, en slaka þó stundum á toginu til þess að geta
rjett fram aðra höndina, móti þúsundum þeim, sem
dragast aptur úr; af því fyrir þeim vakir, ósjálfrátt, að
verði mismunurinn meðal eignamanna og eignaleysingja
allt of geysi mikill, þá muni eigi þurfa að því að leita í
grafgötum hver flokkurinn hljóti að lúta í lægra haldi,
ef friðurinn rofnar og í fulla harðbakka slæst.
Einmitt á þess konar stundum, þegar mannfjelags-
stjettirnar mætast í samvinnutilraunum til almennra heilla,
eru hin stærstu framfaraspor stigin.
En, þó takmarkið sje sameiginlegt hjá öllurn mönn-
um, eru samt þau meðöl ærið ólík sem notuð eru til
þess að, nálgast það; þetta kemur ljóslega fram hjá ein-
staklingunum, hjá ýmsum stjettum mannfjelagsins, og á
ýmsum tímabilum mannkynssögunnar. Hvert tímabil hefir,
svo að segja, haft sinn átrúnað á sjerstöku læknislyfi er
* Fyrirlestur þessi var fluttur á verkmannafjelagsfundi í Kaupmanna-
höfn, síðast liðið ár.