Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 59

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 59
127 bætt gæti hinn mikla sjúkdóm mannfjelagsins: hina þjóð- fjelagslegu neyð. Pað yrði of langt mál, að telja hjer upp meðölin og lýsa þeim ýtarlega í sögulegu samhengi, heldur verður við það að sitja, að taka það fram, að allar umbótahreifingarnar, í þessa átt, hafa átt svipuðum örlögum að sæta á endanum; þær hafa allar átt sitt stundlega æfiskeið: æsku, starfstíð og ellidaga: takmark- inu er ekki náð, eins og öllum er Ijóst. Það sem á sínum tíma var eign fárra frumherja, varð síðar meir sameign múgsins og að síðustu fleytifjöl íhaldsmann- anna. Sagan sýnir það, á síðari tímum, að þroskun fram- kvæmdarlífsins er á sveimi milli endapunktanna á tveimur fylkingarörmum: stjórnleysingjanna (Anarkista) er heimta: frjáls veiting og frjáls nautn, eða fjelæginganna (Socialista) er halda fram kröfunni: frá hverjum eptir efnum, til hvers eptir þörfum. Nú sem stendur er það auðsætt, að fjelagsfræði tutt- ugustu aldarinnar mun vinna að því: að efla einstaklings- frelsið, bera aptur hátt uppi merkisstöng hinnar óháðu samkeppni, en berjast eindregið gegn öllum einkarjettind- um einstakra manna og þá sjer í lagi einkarjettinum til jarðeignanna. Það sjást merki hinnar nýju tíðar í svo mörgu, meðal annars í hinni alþjóðlegu hreifingu sem samvinnufjelags- skapurinn er að fá, nú á dögum. Framtíðin tilheyrir þeim, sem ungir eru i hugsun. »Góðar hugsanir geta ei dáið fyr en vaxið hafa af fræum þeirra aðrar hugsanir enn þá betri, himinbornari, hugum stærri.c

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.