Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 60

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 60
128 I hverri hreifingu sem runnin er upp af hugsjónarlífs- skoðun, felst ætið eitthvað gott, og þetta góða lifir sínu lífi, löngu eptir það að fræðikerfin er hreifingunni voru samferða, eru komin í gröf sína. Þannig brýzt þá fram úr fræðikerfaþoku fjelæginganna hin raunhæfa ítöluhreif- ing: samvinnufjelagsskapur nútímans, og munu þó fylg- ismenn þessarar hreifingar — eflaust með fullum rjetti — alls eigi vilja láta telja sig í fylkingu fjelæginganna. * * * Vagga samvinnuhreifingarinnar stóð á Skotlandi. F*að voru enskumælandi verkamenn, sem fyrstir athuguðu það, að þó hægt væri að auka launin, með samtökum í ein- stökum iðnaðargreinum, þá breyttist launahækkunin fljót- lega í hærra verð á nauðsynjavörum, svo ávinningurinn varð lítill. F*að voru og jafnframt sömu mennirnir, sem fyrstir fundu hagkvæmlegt ráð til þess að hið hækkandi vöruverð gleypti eigi þegar hina áunnu launahækkun. Englendingurinn Holyoake, sem ritað hefir sögu hins enska kaupfjelagsskapar, kemst þannig að orði, um hina fyrstu hreifingu: »F*að var síðla á árinu 1843, einn þokuríkan og sól- skinslausan Nóvemberdag, að nokkrir fátækir vefarar í bænum Rochdale áttu fund með sjer. Peir vor mjög at- vinnulitlir og í bjargarskorti heima fyrir, og voru því nær fullir örvæntingar yfir högum sínum. Aðal fundarmálið var það, að íhuga hvað þeir gætu gert til þess að bæta stöðu sína sem verksmiðjustarfsmenn. Verksmiðjueigend- urnir höfðu stofnfje og kaupmennirnir vöruforða. Hvern- ig áttu þá þessir fátæku vefarar að bjarga sjer, sem yfir engu höfðu að ráða? Áttu þeir að leita fátækrastyrks? Rá var sjálfstæðið alveg þrotið. Áttu þeir að flýja land? F*að var litlu betra en að vera fluttur burtu, sem afbrota- maður, fyrir þann glæp að vera fæddur fátækur. Hvað áttu þeir að gera? F*eir ásettu sjer að byrja baráttu lífs-

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.