Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Síða 61
12Q
ins alveg fyrir eigin reikning; þeir vildu, að því leyti sem
nokkur minnsti kostur var til, gera kaupmenn, verksmiðju-
eigendur og stóreignamenn óþarfa í þjóðfjelaginu. An þess
að hafa nokkra reynslu, þekkingu eða peninga ætluðu þeir
að gerast sínir eigin kaupmenn og iðnaðarvöruframleið-
endur. Þeir sendu út áskrifendalista meðal stjettarbræðra
sinna og ein tylft af þessum fátæklingum skuldbatt sig
til þess, að leggja fram á hverri viku í fjelagssjóð tvo
»Penee« (15 aura), og vissu þó sumir þeirra naumast,
hvernig þeir gætu staðið við þetta loforð. Pegar þessir
kaupfjelagar voru búnir að greiða vikugjöld sín 52 sinn-
um áttu þeir nóg í fjelagssjóði til þess, að geta keypt:
einn hveitisekkl
Nú á þetta sama fjelag, meðal annars, gufumylnu, sem
fjelagssameign.
Einn góðan veðurdag auglýstu síðan þessir vefarar í
Rochdale eptirfarandi stefuskrá — og hefir henni eflaust
verið tekið með háði og hlátri út í frá, ekki sízt af hálfu
verzlunarstjettarinnar —:
»Pað er tilgangur fjelagsins að gera undirbúning og
ráðstafanir til þess að efla fjárhag fjelagsmann^ og gera
heimilislíf þeirra þægilegra og aðstöðu í mannfjelaginu,
með því móti, að þeir, með innborgunum leggi fram eitt
pund »Sterling« (um 18 krónur), svo á þann hátt fáist
nægilegt stofnfje til þessara fyrirtækja:
Stofnun vöruforða, með útsölu á matvælum, fatnaði,
skófatnaði m. fl.
Bygginga, kaupa eða endurbóta á nokkrum húsum til
íbúðar fyrir þá fjelagsmenn, er í samvinnu vilja leggja
fram krapta sína til þess að fá betri húsakynni og að-
stöðu í fjelagslífinu.
Byrjunar á tilbúningi á þeim vörutegundum, sem fje-
lagið til tekur, svo þeir fjelagsmenn geti fengið þar at-
vinnu, sem atvinnulausir eru, eða eru í nauðum staddir
sökum þess, að laun þeirra eru smám saman lækkuð.
Enn fremur vill fjelagið, til frekari tryggingar og hags-