Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 65

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 65
133 8,589 verkamenn.) Þessar verksmiðjur selja einkanlega kaupfjelögunum vörur sínar. Fyrsta gufuskip enska sambandskaupfjelagsins var sett á flot árið 1879. Nú á fjelagið sjö gufusl<ip. Menn mega eigi ætla að hinir brezku verkamenn hafi gefið sig svo alla við hinum verklegu framkvæmdum, að þeir sökum þess hafi gleymt hinni andlegu hlið fjelags- hugsjónarinnar. Pvert á móti. Upplýsingarstarfsemi kaup- fjelaganna er fram úr skarandi mikil. Hin stóru sambands- kaupfjelög gefa út, á hverri viku, fjelagsblöð með 30 — 40 blaðsíðum. Auk þess kemur út fjöldi annara blaða og rita sem bæði starfa í þarfir samvinnufjelagsskaparins og flytja jafnframt allmikið lesmál, til fróðleiks og skemmt- unar. Mörg ensku kaupfjelögin eiga sjálf bókasöfn og lestr- arsali; þau hafa Iagt fram drjúgan skerf til fræðslufjelaga, skemmtigarða handa börnum m. fl. Kvenfólkið í ensku kaupfjelögunum hefir myndað sjerstök fjelög. Pessu dæmi er nú farið að fylgja í Svíþjóð. Fjelög þessi hafa haft mikla þýðingu í því efni að útbreiða samvinnufjelags- skapinn. Milli kaupfjelaganna og iðnaðarmannafjelaganna hefir ávallt verið góð samvinna og hafa kjörnir menn verið sendir á aðalfundi fjelaganna í hvorum flokknuni fyrir sig. Ef menn spyrja eptir því, hversu mikið gagn ensku verkmannastjettirnar hafi haft af samvinnufjelagsskapnum, þá er því ekki auðsvarað, af því hæfileg samanburðar- atriði eru ekki auðfengin. En það er óhætt að fullyrða, að kaupfjelögin hafa veitt meðlimum sínum góða efna- lega hjálp. En þó er má ske mesta þýðing ,fjelaganna fólgin í þvi, að þau hafa kennt verkamönnum að hafa sjálfir umboð sinna eigin fjármála, og á þann hátt hafa þeir aflað sjer þeirrar þekkingar á viðskiptalífinu, heiðar- legri og happasælli verzlun, sem eila hefði naumast verið kostur á, og meðfram þess vegna fylgja þeir eindregið 10

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.