Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 68

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 68
136 borginni. F’að voru sveitamenn sem tóku hugsuninni með á- huga, og eitt kaupfjelagið reis upp á fætur öðru. Frá kaupfjelögunum komu svo hvatirnar tii annars samvinnu- fjelagsskapar, meðal landbúnaðarmanna, sem nú er orð- inn svo margbreyttur. Arið 1896 var »Samband danskra kaupfjelaga« stofnað; eru nú í því um 1200 kaupfjelög og árleg vöruvelta þess er allt að 40 mil. kr. Það ligg- ur í augum uppi, að þetta volduga samband getur náð ólíkt betri vörukaupum í stórkaupum en hverju einstöku fjelagi væri unnt að fá, ef þessi 1200 fjelög væru að bauka hvert út af fyrir sig. Sambandið hefir aðalforða- búr sín í Höfn, en 11 útibú í helztu bæjum landsins. F*rátt fyrir hina miklu útbreiðslu og framfarir samvinnu- fjelagsskaparins í Danmörku, á hann þar enn á margan hátt í vök að verjast. Nú er það einna efst á dagskrá fjelaganna að stofna sjerstakan banka fyrir öll samvinnufjelög landsins. Málefni þetta hefir marga 'mótstöðumenn, einkum innan kaup- hallarflokksins, en bankinn hlýtur að komast á fót, því hann er ómissandi Iyptistöng fyrir fjelögin, eins og nú er öllu háttað. F>ví miður kemur það optlega fyrir að ný hreifing á sína bitrustu mótstöðumenn í flokki þeirra manna, sem hún á að veita mest gagn. Aðfinnslur manna um vörur og verðlag eru miklu meiri gagnvart kaupfjelögum en kaupmannaverzlunum, og þess vegna verða þær opt rangsleitnar. Með þessu er alls eigi sagt að aðfinnslur geti eigi verið á rökum byggðar, en það þarf talsverða þekkingu og sjálfsmenning til þess að vera góður samvinnufjelagsmaður. Kaupfjelögin vilja alls ekki fylgjast með í sumuni þeim brellum, sem kaupmenn nota, t. d. að selja eina vöru mjög ódýrt, en hafa það þá aptur »bakvið eyrað«^ að aðrar dýrari muni fljóta með, þegar farið er að verzla. í ýmsu öðru, sem kaupfjelögin geta eigi talið sjer sam-

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.