Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Síða 69
137
boðið, hefir kaupmaðurinn dálítið forskot — þangað til
kaupendur hafa kynnt sjer alla málavexti til fullnustu.
Menn hafa haft það á móti kaupfjelögunum að þau
vilji útiloka alla »frjálsa samkeppnic, en næðu þau öllum
viðskiptunum til sín væri samkeppninnar eigi lengur þörf,
og sízt af öllu getur þetta átt við nú á dögum, þegar
verksmiðjueigendur, stórkaupmenn og smásalar, með föst-
um samtökum um söluverð hafa hindrað það, að frjálst
framboð og eptirspurnir ráði markaðsverðinu. Fiskverzl-
unarfjelagið í Kaupmannahöfn hefir t. d. gert fátækling-
um það ókleift að kaupa fisk, en þó verða fiskimenn opt
að selja fisk sinn fyrir sára lítið verð.
Pað er einmitt samvinnufjelagsskapurinn, sem vill leiða
fram frjálsa samkeppni og óháða verzlun.
Þeir sem kaupa óska þess að eins, sem neytendur, að
fá vörur sínar svo góðar og ódýrar sem unnt er. Þess
vegna eru samvinnufjelagsmenn viðurkenndir vinir frjálsr-
ar verzlunar, en verzlunarmannastjettin er í eðli sínu hneigð
til að hafa forsjón og verndarskjól og í fjelagi við verk-
smiðjustjórnir heimtar hún æ meiri og meiri tollvernd-
anir.
Hin alþjóðlega hreifing samvinnufjelagsskaparins mun
brjóta stærri skörð í tollmúrana en öll heimsins funda-
höld um frjálsa verzlun.
Enn fremur hafa menn sagt að kaupfjelögin muni eyði-
leggja hina sjálfstæðu stjett smákaupmannanna. Nei, smá-
salastjettin eyðileggur sig sjálf. Framþróunin hefir það í
för með sjer. Það er nú þegar komið í Ijós, að fjársterk
hlutafjelög dreifa smásölubúðum út um bæina í tugatali.
Peir menn, sem standa bakvið söluborðið í búðum þess-
um eru engan veginn teljandi sjálfstæðir menn. Ef það
því eigi verða kaupfjelögin sem koma og fylla upp hið
auða rúm sem hin útdeyjandi smásalastjett skilur eptir,
þá verður það flokkur auðsafnamannanna. Um þetta tvennt
verður að velja.
Hin fjelagslega sjálfskuldarábyrgð, sem kaupfjelags-