Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Side 72

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Side 72
140 að eða umstang, svo sem með iðulegum smákaupum og fl. þess konar. ■ 6. Vörurnar era afhentar eptir almennu verðlagi í ná- grenninu. Ymsum þykir það óeðlilegt að vöruverðið er eigi lægra, þegar í stað, en það er eigi auðvelt að sjá það út, þegar um fjölbreyttar vörur er að ræða, hvað hækka þarf innkaupsverðið í hverju tilfelli. Við reikn- ingslok jafnast þetta með fjelagságóðanum. Þegar þessi regla er höfð hafa kaupmenn eigi ástæðu til að kvarta yfir ótilhlýðilegri samkeppni og heldur enga sanngjarna ástæðu til að hafa lægra verðlag en fjelagið, en geri einhver það, samt sem áður, á fjelagið að íofa honum að stofna til skipbrots, en varast eins og heit- an eldinn að hlaupa út á viðlíka gönuskeið og halda því rólega við tekna reglu og hið fasta verðlagsákvæði sitt.* 7. Vörurnar eru að eins afhentar gegn borgun út i hönd. a) Af siðferðislegum ástœðum. Lánsverzlunin er sið- spillandi og gerir þá öðrum háða sem eru litlum efnum búnir. Þegar hönd selur hendi venjast menn á sparsemi og að haga úttekt eptir innleggsmagni, en sá sem tekur út í skuldareikning, missir opt sjálfseptirlitið og sjálfstæð- ið um leið. Samkeppnin neyðir kaupmanninn til að lána viðskiptamanninum, svo hann nái verzlun hans og geti jafnframt fest hann við verzlunina, en kaupfjelagið hjálp- ar fjelagsmönnum til þess að Iosna við verzlunarlánin. Margir hafa einnig verið þakklátir fyrir þá hjálp. b) Af rjettlœtisástæðum. Þeir, sem helzt þyrftu á láni að halda geta opt eigi fengið það, frekar í kaupfjelagi en hjá kaupmönnum. Þeir verða að borga fyrir efna- mennina vaxtatapið og fleira sem af lánsaðferðinni leið- ir. A sama hátt verður og reglumaðurinn og sá, sem hugsar um heiður sinn, að borga fyrir þann hirðulitla og skeytingarlausa. * Brot gegn þessari reglu hefir komið sumum íslenzku fjelögunum á kaldan klaka.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.