Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Side 74

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Side 74
142 Hafi viðskiptaveltan t. d. verið 50,000 kr. en hinn skipt- anlegi ágóði 2,500 kr., þá er kaupendaágóðinn 5 %. Sá sem hefir keypt fyrir 200 kr. fær 10 kr. o. s. frv. Mörg ensk kaupfjelög geta úthlutað 12 — 15%. Meðal annars er þetta sprottið af því að hvert fjelag hefir nær því allar vörur til sölu og fjölda fjelagsmanna fær svo ágæt kaup fyrir meðalgöngu sambandsfjelagsins. Góður fjelagsmaður lætur ágóðann vera kyrran í fje- laginu og ávaxtast þar og safnar sjer þar stofnfje. Eigi fjelaginu fljótlega að vaxa fiskur um hrygg, þurfa sem flestir að fara þannig að ráði sínu. Svör gegn mótbárum. 1. Kaupfjelögin eyðileggja smásalana. Pó svo kunni að fara, má eigi í það horfa, þar sem annarsvegar er um svo mikinn hagnað að ræða. Sjerstakir hagsmunir einn- ar stjettar mega eigi standa í vegi fyrir alþjóðlegum hags- munum. Kaupfjelögin gera eiginlega ekki undirboð, nema það megi telja undirboð: að selja ófalsaðar vörur með föstu og almennu verðlagi. Utbreiðsla kaupfjelaganna er að vísu örugg, en eigi svo hraðfara, að snögglega lendi neinn fjöldi af smásöl- um á flæðiskeri. Ef eiginverzlun þykir eigi álitleg til fram- búðar, geta kaupmenn búið börn sín undir einhverja aðra lífsstöðu. Um margt er að velja. Verzlunarmannafjöldinn er óhæfilega mikill, sem stendur. í Kristjaníu t. d. hefir sjötti hver húsráðandi vöruverzlun fyrir atvinnuveg. 2. „Pað er ekki ómaksins vert fyrir mig að ganga i kaupfjelag, eg kaupi svo lítið.“ Þetta segja ýmsir menn, en þeir gá eigi þess, að þó ágóðinn skipti eigi tugum króna, þá er hann hlutfalls- legur, og munar því jafnmikið um hann, eptir ástæðum. Par að auki eru nægar ástæður aðrar fyrir hendi: góðar vörur, skuldlaus verzlun, fræðsla og fyrirlestrar m. fl. Eigi er minnst vert um þá meðvitund að taka þátt í

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.