Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 76
144
taka samt ekkert tillit til samferðamannanna, hagnýta oss
eigi hugsanir þeirra, kunnleik og forystu, eins og við á
og bezt má verða. Pað væri öfugur og óhollur þjóðar-
armetnaður.
Tímaritið hefir því, að undanförnu, og í næsta kafla
samtíningsins hjer að framan, reynt að flytja andblæ
hugsananna og reynslusannanir samverkamanna í útlönd-
um, heim til samvinnufjelaganna hjer á landi.
F*eir samvinnufjelagsmenn sem nenna að lesa um þetta
efni og hugsa alvarlega um það, geta þegar, af þessu
litla sem tímaritið flytur, sjeð það, að mörgu er harðla ó-
líkt háttað í samvinnufjelögum vorum og hinum útlendu,
að vjer naumast skiljum nema orð og orð á stangli í
hinu nýja tungumáli og höfum algerlega gengið fram
hjá ýmsum frumatriðum í bygging þess.
Tímaritið hefir eigi trú á því, að þessi barnaskapur
vor, hinn almenni skortur á skilningi og athugun máls-
ins geti stýrt »góðri lukku« til lengdar; þaó veit, að
einmitt þessi skortur hefir leitt mörg fjelög vor bein-
línis í ólukkuna. Fað má því eigi láta sitt eptir liggja
að fræða, benda á og koma með nýjar hvatir til stað-
góðrar framsóknar. í síðasta árgangi ritsins var bent á
ýmsar nauðsynlegar »endurbætur á fyrirkomulagi sam-
vinnufjelaga* (bls. 111). Nú vill ritið aptur drepa stutt-
lega á nokkur meginatriði í bygging og framkvæmdum
samvinnufjelaga vorra, að því leyti sem slikt skýtur stór-
lega skökku við það sem aðrar þjóðir telja bezt gefast
i þessum efnum, sem hafa haft lengri feynslu en vjer
og að öllum líkindum eins vel færum mönnum á að
skipa.
Eins og þegar er vikið að, er samvinnufjelagsskapur
vor enn þá í barndómi. Rjómabúafjelögin eru lengst á
veg komin og gefa tryggasta raun, enda voru þau skipu-
legast stofnuð, upphaflega. Par næst koma siáturfjelögin,
sem einnig voru víðast hvar stofnuð með talsverðri fyrir-
hyggju og gera má sjer sæmilegar vonir um, ef sam-