Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 77

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 77
Í45 ræmi og bandalag brestur eigi. En elztu samorkufje- lögin: kaupfjelögin, eru allra þessara fjelaga ósamræmi- legust, ófullkomnust, og ólíkust því sem tíðkast erlendis. Að vísu bólar á tilbreytni til bóta á stöku stað, en eigi verður enn með fullu ráðið, af þeirri reynslu sem þar er fengin, hvernig festan verði og framgangur stefnunnar. * * * 1. Flest kaupfjelög vor eru að miklu leyti pöntunar- fjelög en ekki kaupfjelög í þeim skilningi, að þau fylgja þeirri verzlunarreglu: að hönd selji hendi svo einstak- lingarnir sjeu jafnan skuldlausir. Sú meginregla erlendra kaupfjelaga kemur því óvíða fram í íslenzku kaupfjelög- unum. Til þess þó að tryggja fjelagsskapinn og halda svo lítið í áttina er það víðast hvar regla að gegn til tekinni pöntun komi ákveðin gjaldeyrisloforð. Sje þess- ari reglu fylgt með fullri festu og alúð af stjórn fjelags- ins og fjelagsmönnum, má við hana bjargast, en að eins þó til bráðabyrgða. Misfellurnar vilja verða svo margar af ýmsum ástæðum. í sjálfu sjer er þetta skuldaverzlun, og skuldahættan ætíð talsverð í reikningslokin. Pað ætti því aó vera hverju fjelagi hugleikið, að komast yfir þenn- an þröskuld, með borgunina. Pöntunaraðferð má halda, eins fyrir því, þar sem það þykir hentugra. 2. Pað hefir verið aðalregla kaupfjelaga vorra að hafa sem lœgst vöruverð, án annars tillits til hins almenna vöruverðs en þess, að »pöntunin« sje »neðan við búð- arverðið«. Er þá eigi úthlutað öðrum ágóða en þeim, sem felst í hinu lága vöruverði. Par sem þó eru sölu- deildir, jafnhliða pöntun Ir sömu reglunni fylgt, svo það getur komið fyrir að ágóðinn til úthlutunar verði eng- inn, árum saman, annar en almennur ótti við söludeild fjelagsins. í þessari grein er aptur brotin önnur almenn megin- regla kaupfjelaganna. Pað er enginn vafi á því, að þetta

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.