Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Blaðsíða 3
Framtíðarlandið.
Fáum mönnum mun blandast hugur um, að þegar
•stríðinu lýkur, muni samvinnustefnan eflast mjög hér á
landi, og fjölmargt bendir í þá átt, að sú framför muni
verða óðfluga. Á undanförnum árum hefir verið lagður
grundvöllurinn, og honum er það að þakka, að nú er
tími kominn til að hefjast handa, svo að um munar.
Vegna stríðsins og siglingateppunnar við Norður-
lönd, verður fyrst um sinn gagnslítið fyrir erindreka
samvinnufélaganna, hr. Hallgrím Kristinsson, að dvelja
á Korðurlöndum. Hans mun og að vænta til Reykja-
víkur nú von bráðar. Og úr því eru miklar líkur til
að yflrstjórn samvinnufélaganna flytjist til Rvíkur fyrir
fult og alt. Höfnin er nú að verða fullger og með
hverjum degi verður það Ijósara, að þungamiðja íslenzkr-
ar verzlunar verður í höfuðstað landsins og hvergi ann-
arstðar.
Fyrsta breytingin sem verða þarf á skipulaginu er
það, að í stjórn samvinnufélaganna verði að minsta kosti
fmm menn. Einn af þeim væri framkvæmdarstjórinn
(nú erindreki). Hann væri fastur starfsmaður sam-
bandsins og leiðtogi þjóðarinnar í samvinnumálum. I
það sæti þyrfti jafnan að velja mesta skörunginn, sem
til væri í öllu liði samvinnumannanna á landinu.
Hann væri í einu formaður sambandsins, framkvæmda-
stjóri þess og formaður heildsölunnar. í hans höndum
lægju stjórntaumar allra samvinnumála. Framkvæmdar-
stjórinn yrði að búa í Reykjavík og vera þar alla jafna.
1