Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Blaðsíða 73
71
láta nemendur hafa eér til stuðnings stuttar handbækur
með nákvæmum heimildaskrám. Siðan er námssvein-
unum gert að skyldu saf'na efni ur mörgum heimildum
’viðkomandi aðalatriðum kenslunnar og skrifa um það
ritgerðir. Síðan les kennarinn yfir hverja ritgerð með
þeim einum, sem hana hefir samið. Slík kensla hefir
alstaðar reynst vel. Hún venur nemendur á að vinna
sjálfstætt, og að athuga hlutina með eigin augum. Starf
kennarans er að vísa á veginn, benda á heimildirnar,
og kenna viðvaningunum skipulega vinnu. Þeim mönn-
um, sem lært hafa slíkt vinnulag, verður auðveldara
að brjóta vandamálin til mergjar, heldur en þeim, sem
vandir eru á að eta hugsunarlaust eftir, það sem þeim
er sagt. Til að geta starfað þannig, þurfa námssvein-
arnir að geta lesið auðveldlega eitt útlent mál eða tvö,
og hafa numið }>að á skömmum tima.
Af eðlilegum ástæðum þurfa samvinnumenn á Is-
landi á alfmikilli málakunnáttu að halda, bæði að þvi
leyti, sem þeir eru verzlunarmenn, en engu síður til að
geta með ferðum og bóklestri kynst menningu erlendra
þjóða. Ráðið til að læra erlend mál á skömmum tíma
er það, að hafa innfædda kennara, og nema af þeim.
ekki einungis sjálf málin heldur og nokkrar aðrar bók-
legar námsgreinar. Með þeirn hætíi líkist dvölin í skól^
anum allmikið veru í öðru landi. Eins og allir sjá, sem
athuga málið, yrði lengi framan af svo mikill hörgull
á íslenzkum ritum um félagsmál, að þau fræði yrðu
alls ekki numin til verulegs gagns, með þeim hætti,
sem bent er á hér að framan, nema því að eins, að
tiemendurnir gætu haft gagn af útlendum bókum meiri
Rluta námstímans.
Annar hluti námsins, kensla í stærðfræði, bókhaldi,
verzlunarlöggjöf o. s. frv. verður ekki gerð hér að um-
lalsefni, með þvi að í þeim efnum er ekki ástæða til að
breyta nema að litlu leyti frá venjulegri leið. Aftur á
móti er ein greiu verzlunarnámsins, sem lítil stund hefir