Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Blaðsíða 4
2
Á ferðalögum mætti hann ekki vera til' muna, hvorkE
innanlands eða utan. Ferðalögin og eftirlitið hvíldi á
öðrum.
Við hlið sér þyrfti framkvæmdastjórinn að hafa
fjóra meðstjórnendur. Það mundu að öllum jafnaði verða
formenn samvinnufélaganna. Sumir þeirra, að líkind-
um ekki færri en tveir, þyrftu að vera í Reykjavík eða
í námunda við höfuðstaðinn, t. d. í Borgarnesi eða á
Eyrarbakka. Framkvæmdastjórinn mundi ráðgast við
þessa meðstjórnendur sína, símleiðis eða á annan hátt.
En með því að öll mál verða eigi rædd í síma, þá væri
nauðsvnlegt að meiri hluti sambandsstjórnar gœti náð
saman, þegar þörf þœtti með litlum tilkostnaði. Þess
vegna mættu ekki meðstjórnendurnir allir vera í mikilli
fjarlægð við Reykjavík.
Næst þessu mundi koma sú breyting, að öll helztu
samvinnufélögin gengu í sambandíð. Á Suður- og Vest- -
urlandi eru mjög mörg félög, sem bíða með óþreyju
þeirrar stundar, að miðstjórn samvinnufélaganna flytjist
til Reykjavíkur, svo að þau geti gengið í sambandið.
Ef sambandsfundur yrði haldinn í Rvík í vor, má telja
víst að mörg af þessum félögum gangi þá i sambandið.
Að minsta kosti er ekki nema um stundaftöf að ræða
í því efni.
Vafalaust yrði fyrsta verk sambandsstjórnarinnar
að efna til heildsölu í Reykjavík. Um það mál heíir
áður verið ritað töluvert í þessu tímariti. Hin einstöku
sambandsfélög væru liið sama fyrir heildsöluna, eins og
fastir kaupfélagsmenn eru fyrir kaupfélögin. Þau œttu
heildsöluna. Hún útvegaði þeim allar erlendar vörur og
seldi fyrir þau allar innlendar vörur. Fleiri gætu skift
við heildsöluna en sambandsfélögin. Hún mundi verzla
við kaupmenn og utan-sambandsfélög, ef nokkur væru.
En hlutdeild í fullum verzlunararði fengju að eins þau
félög, sem ættu heildsöluna, þ. e. sambandsfélögin.
Til að geta fullnægt kröfum félaganna yrði heild-