Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Blaðsíða 16
14
hreyfingin byggir starf sitt á sameiginlegum og hlutfalls-
legu jöfnum hagsmunum allra þeirra, sem hlut eiga að
máli, og hlyti því með tímanum að draga sér vinsældir
þeirra, sem eftir aðstöðu sinni hljóti ætíð að verða
meira þiggjandi en veitandi í viðskiftalífinu, eða geta
ekki haft áhrif á gang þess, nema í samtaki við aðra,
sem líta á hagsmuni þeirra eins og sjálfra sín.
Eg held að kunningi minn hafi ekki álitið þetta
sérlega beitt vopn, og þvi spurði hann mig meðal ann-
ars hvemig fœri, ef stórkaupmenn og umboðsmenn tæki
sig saman um að láta engar vörur af hendi við sam-
vinnufélögin.
»Þá hlytu þau auðvitað að hafa sína eigin umboðs-
menn sem sneru sér þá beint til framleiðenda og iðn-
aðarverksmiðjanna?«
»En ef verksmiðjurnar vildu ekki láta þá hafa
neitt heldur ?«
»Þá yrðu þau að stofnsetja verksmiðjur á eigin
hönd, en livað aðra framleiðendur snertir, þá er minni
hætta á, að þeir vildu ekki, yfirrleitt, eins vel skifta
við samvinnufélögin, eins og láta einstaka menn ná
valdi á viðskiftum þeirra«.
»En hvernig fœri fyrir þeim, ef svo yrði um búið
að skipaeigendur neituðu þeim um viðskifti, eða ef
peningastofnanirnar hættu að styrkja þau?«
»Ef slíku fengist framgengt, þá neyddust þau ann-
aðhvort til að kaupa skip handa sér, ef kostur væri á,
eða byggja þau á eigin verkstæðum. Þau hafa þegar
unnið sér það fylgi, að þau ætti að eiga kost á góðum
starfskröftum til hvers sem vera skal, án þess að vera
upp á aðra komin. Hvað útilokun frá bankaviðskiftum
snertir, þá leiddi hún til þess, að þau yrðu að safna
saman sparifé sínu, og sem mestu af sparifé félags-
manna sinna, og stofna með því banka með eigin starf-
rækslu og reka hana til hagsmuna fyrir félögin sjálf«.
»En ef keppinautarnir byrjuðu nú alvarlegan andróð-