Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Blaðsíða 44
42
:sárfáum kaupmönnum hvern slatta, jafnóðum og þeir
koma, og vantar þá sízt eftirspurnina.
Þetta dæmi er enginn skáldskapur, en þykir hins-
vegar ekki eiga við að nefna nöfn, því að hér er ekki
ium neitt einstakt tilfelli að ræða.
En hverjir borguðu þennan gróða? Þeir sem á
vörunni þurftu að halda — þjóðin i heild sinni borgar
:svona skuldir.
Þegar Bisp kom síðast frá Ameríku með nauðsynja-
vöru sem landsstjórnin hafði keypt, var þvi veitt eftir-
tekt, að mikill hluti sekkjanna var merktur 0. J. & K.
.(Ólafi Johnson & Kaaber).
Þegar umboðssalarnir voru vestanhafs í haust, var
það fyrirsjáanlegt að vörur þessar mundu hækka í verði,
uppskeran hafði orðið með minna móti, það var oflítið
.af þeim »á markaði«. Landsstjórnin á þarna engan
mann til þess að athuga þetta og breyta samkvæmt
því. En 0. J. & K. höfðu mann vestanhafs til að átta
•sig á hlutunum. Sá maður kaupir nú nokkur hundruð
•smálestir af matvöru umfram það sem hann þurfti á
halda þá í svipinn, borgar þ)ær, og leigir pakkhús fyrir
jþær. Það bregst nú ekki, varan hækkar. Og þegar
ilandsstjórnin þarf að kaupa vörur næst, mun hækkunin
,hafa numið 25—3O0/o. Þá geta 0. J. & K. selt birgð-
irnar sem þeir áttu geymdar, og höfðu þá grætt á áð
gizka fjórða hvern poka af öllu saman.
Eg veit ekki hvort þetta hefir verið svona, hvort
svona hefir staðið á merkinu, en þykir það sennilegt,
•og vildi að það hefði verið svo, því að öðrum kosti
.hefði þetta fé farið út úr landinu.
En fj^rirkomulaginu er það að kenna að þjóðin þarf
,að gjalda svona skuldir.
Hefði nú ekki verið betra að landið hefði sjálft átt
imann til þess að gera innkaupin?
Þetta er nú í því stóra.