Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Blaðsíða 71
Frá byrjun ætti að leggj'a hina mestu áherzlu á
|)að, að fá ekki nema þroskaða og reglusama menn i
skólann. Að því mætti stuðla með erfiðu inntökuprófi
og ströngum aga. í samvinnuskóla ætti ekkert rúm að
vera fyrir áhugalausa slæpinga, þótt gáfaðir væru, hvað
þá fyrir óreglumenn. Slíka menn ætti skólinn að hafa
leyfi til að senda heim, ef þeir á annað borð hefðu
komist þar inn. Heimavist væri æskileg en að minsta
kosti óhjákvæmilegt að hafa gott bókasafn til frjálsra
afnota fyrir nemendur. Heppilegast væri að hafa ekki
nema 10—12. menn í bekk. Kenslan, einkum i tungu-
málum, verður notadrýgri, ef fáir eru saman. Félagslíf
nemenda betra innbyrðis, og kynning meiri milli læri-
sveina og kennara. Þar að auki varla þörf fyrir meira
en 10—12 nýja menn á ári. Sumir mundu vafalaust
nota skólann til að fá almenna mentun en ekki til að
búa sig undir lífsstöðu. Er og þess hin mesta nauðsyn,
að í hverju héraði séu nokkrir menn, aðrir en starfs-
menn félaganna, sem vel bera skyn á samvinnumál.
Sá hluti kenslunnar sem snertir samvinnuhliðina,
mundi ná yfir sögu samvinnuhveyfingarinnar hér og er-
lendis Enn i'remur auðfrœði og félagsfrœði. Gera yrði
ráð fyrir að nemendur hefðu áður numið allmikið b;cði
í sögu íslands og almennri sögu. Einmitt á þessum
sviðum yrði þungamiðja kenslunnar. Þessar kenslu-
greinar eru bezt fallnar til að vekja áhuga, og sk;<pa
skilning lmgsandi manna fyrir ágæti samvinnunnar.
Saga stefnunnar birtir dóm reynslunnar. Þar eru for-
dæmi, bæði lil eftirbreytni og viðvörunar. Mikið af
óhöppum, sem hent hefir samvinnufélagsskapinn hér á
landi, stafa af því, að leiðtogarnir hafa ekki notfært
sér fcngna reynslu, innlenda og útlenda. Auðfræðin
skýrir eðli viðskiftanna. Þar kennir að vísu mjög mis-
munandi skoðana um ýms deilumál, sem snerta skift-
ingu auðsins. Sumir rithöfundar leggja í útskýringum
sínum aðaláherzluna á þýðingu vinnunnar, bæði hvað