Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Blaðsíða 97
95
um eru skoðanabræður. Tilgangurinn sá, að marka
aðaldrætti málsins, en hinsvegar engin dul dregin á inn-
byrðisglundroðann (sbr. ummælin um skort á föstum
niðurstöðum í auðfræðinni). Og frá mínu sjónarmiði.
má einna glögglegast greina skoðanamun manna í auð-
fræðilegum efnum, með því að kynna sér álit þeirra
um áhríf vinnunnar á verðs■ og auðs-myndun. Annars
vegar eru þeir sem gera vinnuna að höfuðatriði í skýr-
ingum sínum, en skoða aðra þætti, sem þó koma til
greina, eins og aukaatriði. Marx hefir manna glöggast
markað þessa stefnu. En eg hefi þrásinnis orðið þess.
var, að mjög margir menn hér á landi, einkum sam-
vinnumenn, bygga á sama grundvelli, án þess að hafa
orðið fyrir nokkrum áhrifum erlendra kenninga. Veru-
leikinn sjálfur hefir sannfært þá. í daglegu tali, og at-
vinnusamningum, bæði í sveitum og við sjó, byggir al-
menningur á því þvi, að verð hlutanna miðist aðallega
við framleiðslukostnaðinn (vinnuna). Og óbeit samvinnu-
manna á kaupsýslumönnum, sem nota sér neyð almenn-
ings til að leggja óhæfilega á varning sinn, er sprottin af
þeirri skoðun, að það sé siðferðislega rangt að víkja að ■
óþörfu frá sannvirðinu. Vinna sú, semhlutaðeigandi kaup-
sýslumenn hafi lagt í skifting vörunnar, sé ósambæri-
lega litil í hlutfalli við það kaup, sem þeir á stundum
ákveða sjálfum sér. Þessi skoðun hefir nýskeð glögg-
lega komið fram í ritgerðum tveggja ungra samvinnu-
manna, þeirra Þórólfs Sigurðssonar (í Rétti, 1. hefti, I.
árg. bls. 11—12) og Jóns Gauta Péturssonar í svargreim
hans móti G. G.
Hinsvegar eru þeir menn.senrreyna að komast hjá að
viðurkenna áhrif vinnunnar, nema þar sem öll undan-
færsla er ómöguieg. Einmitt á þessu sviði er fjölbreytn-
in afarmikil, tilraunirnar afarmargar, til að komast ut-
an um sannvirðið. Gæti það verið efni í langa ritgerð
að tilfæra skoðana- og skýringamismun höfunda, sem
eru sammála um að afneita vinnukenningunni, enósam--