Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Blaðsíða 77
Jafnaðarstefnan
og „vísindamaðurinn“, fulltrúi hagfræðinnar
hr. Jón Dúason.
(Grein hr. J. D. er mjög einhliða, og gefur ekki rétta hugmynd
im það m&l, sem hún fjallar um. Þess vegna þykir hlýða að lesend-
nr T. K. fái nokkra skilagrein frá gagnstæðn sjónarmiði. Fiekari
umrseður verða ekki um málið i þessu riti, eftir að hr. Ó. F. hefir
lokið athugasemdum sinum. Ritstj.)
I.
Vafalaust hefir það komið mörgum á óvart, þegar
þeir lásu ritgerð hr. Jóns Dúasonar í siðustu heftum
þessa rits, að jafnvel stjórnað tímarit skyldi flytja
annan eins vaðal og nefnda ritsmíð, þar sem öllu ægir
saman eins og fyrir utan Paradís: hinu og þessu, sem
.gripið er úr lausu lofti, er slegið fram sem staðreynd-
um, bersýnilega alrangar ályktanir dregnar af gefnum
forsendum, og alt er eftir þessu.
En af því að eg var hræddur um, að þeir af les-
■endum tímaritsins, sem lítt eru kunnugir jafnaðarstefn-
unni, mundu taka meira tillit til ritsmíðar hr. Jóns Dúa-
fionar af því hún birtist í því riti, sem hefir flutt svo
margar ágætar greinar, og á tíu ára göngu sinni unnið
svo vel að því að auka skilning landsmanna á félags-
málum, þá hefi eg fengið að sjá síðasta kafla ritsmíðar-
innar, til þess að geta nú þegar svarað henni nokkru.
*
Hr. J. D. endar ritsmíð sína á því að óska þess, að
íslenzkir verkamenn, sem fari að reyna að bæta kjör