Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Blaðsíða 89
87
tneð sín sannindi, sína lífsskoðun. Sumir halda að þessi
.glundroði hindri þroska sannra félagsvisinda. Samt
ekki vonlaust um árangur. Starfstíminn ennþá mjög
skammur. Verðmyndunin eitt deilumálið. Annarsvegar
auðvaldsinnar. Þeir segja að mannlegur vilji gefi hlut-
unum verð og halda sér við lög framboðs og eftirspurn-
ar. Hins vegar eru jafnaðarmenn. Þeir segja að það
,sé vinnan sem gefi hlutunum verð. Fyrri kenningin
kend við flestalla háskóla og gegnsýrir meginþorra auð-
fræðisrita. Viðskiftafræði J. 01, helzta bókin á íslenzku
frá þessu sjónarmiði. Þar er vinnukenningin nefnd
»hrein villukenning«. En samkvæmt-henni er vinnan
móðir auðsins. Náttúran leggur efnið til ókeypis upp-
runalega; óbygt land og óunnið, verðlaust. Fær fyrst
gildi við starf mannanna. Eignaréttur einstakra manna
á landi tiltölulega ungur. Framan af öldum var jörðin
sameign, síðar eign ættflokka og kynþátta. (Landhelg-
in enn almenningur einnar þjóðar. Særinn utan land-
helgi alþjóðaeign). Verð hlutanna miðast við fram-
leiðslukostnað, við meðalkaup allra, sem stunda sömu at-
vinna. (Dæmi: Embættismenn í sömu stöðu, verka-
menn við sömu vinnu, hafa oft jafnhátt kaup, þó að
nokkur munur sé á afkastinu). Kaupið er miðað við
verk meðalmannsins, við málsverkið. Kaupmunur læknis
og daglaunamanns fólginn í mismunandi framleiðslu-
kostnaði. Læknirinn þurft 10—12 ára sérnám fram
yfir hinn. Framboð og eftirspurn hefir samt ofurlitla
þýðingu, myndar gára á raarkaðinum. En þegar þessi
tvö öfl eru í jafnvægi, kemur fram sannvirði hlutanna.
Og það er aðalatriðið.
Um leið og Þ. Þ. kemur að þessari grein, kemst
hann i mikla .geðæsingu. Orðbragðið verður ruddalegt.
Ritgerð mín er dæmd að vera »neðan við allar hellur«,
»algerlega ósamboðin fræðsluriti, og yfirleitt sérhverju
riti, sem ekki vill að eins vera æsingarrit«. Röksemdir
minarkallar hann »fáránlegan.útúrsnúning«og höfund sem