Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Blaðsíða 103
101
þetta efni gæti hann fengið mikla fræðslu i riti eftir Ch.
Letourneau: L’Evolution de la Propriété. Paris 1889,
Skeð gæti að Þ. Þ. yrði dálítið gætnari í háðsmerkja-
röksemdunum, þegar hann sæi, sýnt með glöggum dæm-
um, hve margskonar »skipulag« hefir hingað til verið
á yfirráðum náttúrugæðanna, og hve barnungt það
»skipulag« cr sem við eigum nú við að búa. Og hver
er komin til að segja, að það verði ævarandi? Hvaðr
ef jörðin yrði aftur almenningur eins og sjórinn er enn,
utan landshelgis? En hvað sem þvi líður, þá verður
Þ. Þ. og þeir sem hann ver garðinn fyrir, aldrei feitur
af að eiga þau náttúi ugæði, sem engin mannshönd get-
ur komist að. Hvað mikið sem hagstofustjórann lang-
ar til, getur hann ekki sloppið frá að reka sig á upp-
sprettu veiðsins: vinnuna.
Einn útúrsnúningur Þ. Þ. er það, að af því eg leita
sannvirðis hlutanna, þá komi skýring mín ekki við
markaðsverðinu, heldur einhverju ímynduðu verði. Þar
til er þrennu að svara. Fyrst það, að sannvirðið kem-
ur fiam og er markaðsverð, þegar framboð og eftirspurn
standast á, og í öðru lagi er það hinn fasti hluti verð3-
ins, sem gárar og öldudalir marka dægurflugubreyting-
ar á. I þriðja lagi er það misskilningur Þ. Þ. að aliir
sem skrifa og tala um markaðsverð, þurfi að takmarka
sig við yfirborðið eitt, en megi ekki líta á verðið sögu-
lega, þ. e. finna tildrög verðsins, og ástæður til að það
er einmitt svona, en ekki öðruvísi. Fyrir sjálfan sig getur
Þ. Þ. valið, hvernig hann tekur þau efni, sem hanu
skrifar um. En það er ofureinföld sanngirniskrafa að'
hann unni öðrum sama frelsis. Vafasamt hvort
veruleg bót þætti að bendingum frá honum i þvi efni,
öðrum til handa.
Fleira er einkennilegt við þetta skrif Þ. Þ.
Út af grein S. Friðrikssonar um gull, silfur og
pappír, kemur það i ljós, að hagstofustjórinn veit ekki
um nýjustu reynslu og erlendar kenningar, sem meira