Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Blaðsíða 14
Hvernig færi?
Nýlega átti eg tal um samvinnufélagastefnuna vi&
einn kunningja minn. Hann er ekki vinveittur þeirri
stefnu, og dró þvi taum óbundinnar samkepni á öllum
viðskiftasviðum. Eg liélt því aftur fram, að hin óbundna
samkepni hefði að vísu leyst ýmsa hnúta, sem á við-
skiftalífinu hefði verið áður en hún náði aðaltökunum
á því, en hún hefði jafnframt hnýtt aðra stærri og
erfiðari viðureignar, og þá hefði samvinnustefnan sett
sér sem hlutverk að leysa — eða liöggva að öðrum
kosti. Um þau atriði snerist talið nokkra stund, en
þau ætla eg þó ekki að gera að frekara umræðuefni
hér, þó vert væri, heldur snúast að því sem varð að-
aldeiluefni, hvort samvinnufélögin hefði náð því bol-
magni, að þau stæðust sameinciða samkepni annara við-
skiftarekenda móti sér, og þá jafnframt hvort þau væri
þvi vaxin, að taka öll viðskifti á sínar hendur ef þau
gæti brotið aðra á bak aftur. — Að sjálfsögðu gat þessi
deila ekki orðið bundin við hin íslenzku samvinuufélög
ein, eða framtíðarmöguleika þeirra, heldur hina almennu
»cooperativu« stefnu víðsvegar um heirn.
Um hið síðara atriðið tók eg- strax fram, að í full-
nægingu hins fyrra skilyrðis, lægi svar um það, hvort
samvinnuhreyfingin ein gæti í framtíðinni fullnægt þeim
kröfum, sem viðskiftalífið setur, þvi standist hún sam-
kepni og mótspyrnu keppinautanna, og gæti jafnvel yfir-
bugað þá, eru líkurnar meiri til að hún geti leyst þær
járnviðjur, sem ýmsar greinar viðskiftalífsins erureyrðar