Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Blaðsíða 24
22
Sþó auðheyrt, að þeir álíta ekki samvinnufélög né ein-
staklingsfrelsið fyrir hina eiginlegu hjálp. En sam-
vinnufélagsskap hefir fleygt svo mikið fram, að það
var óhugsandi að ryðja honum úr vegi. Árangri af
samvinnu meðal verkafólks á Bretlandi var ekki hægt
að halda iengur leyndum meðal verkafólks á megin-
landinu, og þá var það hættulegt fyrir forsprakkana
að setja sig upp á móti því, sem ekki var hægt að
hindra og líklegt að mundi gefast vel. Ef til vill hefir
sú von legið á bak við, að hægt yrði að gera sam-
vinnufélögin að kjósendaklíkum flokksins líkt og verka-
mannafélögin. En sú von hangir í veikum þræði. Það
er í öllu falli ekki líklegt, að þeir, sem hingað til hafa
verið þjóðlegir ættjarðarvinir og safnað mönnum af öll-
nm stéttum til baráttu fyrir hagsmunum þjóðarinnar,
fari úr þessum ham og geri sig að alþjóðlegum skril
og eldvörgum milli stéttanna innanlands. Olíklegt er,
að þeir, sem verið hafa andskotar einokunar, forsprakk-
ar frelsis og frjálsra samtaka, geri sig að talsmönnum
allsherjar-einokunar ofbeldis og valdboða. Otrúlegast
er þó, að samvinnufélög geri sig að pólitískum kjós-
endaklíkum, einskonar ambáttum, félagshyggjuflokksins.
Verkmannafélög. Þau eru upprunalega komin frá
Englandi og breiddust þaðan til meginlandsins. Upp-
haflega áttu þau ekkert skylt við félagshyggjuna, og á
Englandi eiga þau það ekki enn í dag. Félagshyggju-
menn litu þennan félagsskap illu auga og höfðu enga
trú á honum til góðs. En þegar Bismarck hóf ofsóknir
gegn félagshyggjumönnum og lagði á þá frelsishöft, eftir
morðtilraunirnar við lseisarann' 1878, leituðu þeir sér
griða í verkamannafélögunum, og héldu þar fundi sína
með fölsku yfirskyni. Eftir að ofsókoarlögin voru tekin
aftur 1890, sátu þeir fastir í verkamannafélögunum, og
i sambandi við verkamannafélög hefir svo stefna þeirra
breiðst út yfir löndin.
Erlendis hefir það orðið verkamönnum hið mesta