Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Blaðsíða 5
3
salan, áður langt liði, að hafa afarmikið húsrúm í
Seykjavík, á hentugum stað við höfnina, þar sem upp-
skipun og framskipan gæti verið auðveldust og ódýrust.
I þessum vörubyrgjum yrði að vera hægt að geyma,
tímum saman ef á lægi, mikinn hluta af nauðsynlegum
vöruforða handa landinu, og að sama skapi af innlend-
um vörum, sem biðu flutnings eða sölu. Bæði hr. Hall-
grímur Kristinsson og ýmsir aðrir leiðandi samvinnu-
menn hafa rannsakað gaumgæfilega, hvar lieppilegastur
staður væri fyrir heildsöluna, og allar þeir menn hafa
komið auga á sama blettinn, einhvern allra bezta stað-
inn við höfnina. Hafa þegar verið gerðar nauðsynleg-
ar ráðstafanir til þess að tryggja samvinnumönnum
þennan stað og mun ekkert þurfa að óttast í því efni.
Mjög bráðlega mundi koma til þess, að byggja
þyrfti nytízku vörugeymsluhús á þessari lóð. Og þó að
ómögulegt sé að nefna með vissu nokkrar tölur, þá er
sennilegt, að slík heildsala þyrfti þegar á fyrstu árum
vöruhús, sem kostuðu alt að hálfri miljón króna. Þeir
sem vita að einn heildsali í Reykjavík, sem að vísu er
voldugur, en hefir þó ekki helming þeirrar vöruveltu,
sem samvinnuheildsalan er líkleg til að hafa, hefir ný-
skeð bygt eitt hús, sem nú mundi kosta c. 4—500 þús.
kr., þá er auðskilið að samvinnufélögunum ætti ekki að
vera slík byrði of þung. Að minsta kosti verður ekki
hjá því komist að taka hana sér á herðar, hvenær sem
samvinnumenn færast í aukana. Hættan er heldur ekki
sérlega mikil. Vörubyrgi úr steini við Reykjavíkur-
höfn verður jafnan mjög auðseld eign. Ekki er heldur
ástæða til að búast við að örðugt verði að afla lánsfjár
í slíkar framkvæmdir. En að því verður síðar vikið.
Flutningatœkm eru líkleg til að komast brátt á dag-
skrá hjá samvinnumönnum. Enginn getur sagt um,
hvernig þjóðin verður stödd í þeim efnum eftir stríðið.
En búast má við að um stríðslokin og lengi á eftir
verði skipaskortur í heiminum og farmgjöld há. »Foss-
1*