Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Blaðsíða 88
86
ingju fyrir blásnauðu verkamennina, sem híma á bryggj-
unum á morgnana til að bíða eftir náð vinnukaupand-
ans, eða fyrir sjómennina á togurunum, sem látnir eru
vinna án hvíldar 'þangað til þeir hniga sofandi út af
við matborðið eða á þiljunum? Hjartalausir mega þeir
menn vera, sem leggja ilt eitt til svo sjálfsagðra bjarg-
ráða eins og verkamannasamtökin eru fyrir slíka menn.
Eða til að taka tvö önnur dæmi: I Rvík og flestum
öðrum kauptúnum er þurður á húsum og mjóik handa
fátæklingunum. Hvorttveggja stórhættulegt fyrir líkam-
legt og andlegt lieilbrigði, og lengra fram undan fyrir
þjóðernið. Ur þessu gætu bæjarfélögin bætt með þvi
að hyggja íbúðarhús og liafa kúabú. Hvorttveggja er
mjög einföld framkvæmd. Hversvegna er það ekki
gert? Af því að það er jafnaðarmenska, og broddborg-
ararnir islenzku geta ekki felt sig við að sækja bjarg-
ráð til kenninga og samtaka smælingjanna, jafnvel þar
sem enginn getur neitað, að þau eiga við.
Svona er nú ástandið hér, og þó er verra víða i
öðrum löndum. Afleiðingin er auðsæ. Þeir sem njóta
sérréttindanna verða að verja þau sjálfir eða fá aðra
til að gera það, móti hverri hættu. Reynslan sýnir að
þar sem fjármagnið er annarsvegar, er hvorki skortur
á mönnum eða málefnum. En broslegastir eru þó þeir
menn, sem í nafni vísindanna bannfæra liverja fram-
för, og það þó að vísindin séu hugum þeirra framandi;
hvorki að þeir hafi liæfileika eða löngun til að leita
nýrra sanninda. Enn síður að þeir geti bent á nokkur
afrek, sem gefi þeim rétt til að kalla sig vísindamenn.
Til að skilja betur aðstöðu Þ. Þ, til deilunnar uin
markaðsvei’ðið, er óhjákvæmilegt að taka upp úr Rétt-
argrein minni helztu ati iðin:
Fræðimönnum gengur erfiðar að komast að fastri
niðurstöðu um atriði, sem snerta mannlega hagsmuni,
heldur en lög efnisheimsins. Þessvegna er hver hönd-
in móti annari í útskýringum félagsmálanna, hver stétt