Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Blaðsíða 56
54
muni þeirra, var sögunni svo komið, að öll feitustu
stykkin voru úr greipum gengin, og fór þá svo, sem
•oft vill verða, að sumir þóttust afskiftir. Einkum höfðu
Eússar og Þjóðverjar orðið út undan, ef miðað var við
fólksfjölda og viðskiftaþörf, og kom það til þess, að
þeir höfðu vaknað seinna af miðaldasvefninum og kom-
izt i stórveldatölu. Þeir urðu því að leggja sig að því
sem lakara var, eða þá meiri mótspyrna var fyrir frá
gömlu þjóðfélagsskipulagi, og var þá ekki furða, þó
einn ræki sig á annars horn, því fremur sem ný stór-
veldi bættust við, sem í krásina vildu komast, svo sem
Bandaríkin og Japan. — Það er líka skemst frá því að
segja, að öll stríð, sem háð hafa verið siðan um miðja
19. öld, eru nýlendustrið, eða þá hafin til þess að ná
öðrum þeim hagsmunayfirráðum, sem bæta skyldi upp
mýlenduskortinn. En til þess má nefna landvinninga-
stríð Þjóðverja 1864, 1866 og 1871. —
í stuttu máli er það baráttan um völd á heimsmark-
■aðinum, sem verið hefir drýgsta eldsneytið fyrir þann
óeirðaeld, sem sífelt hefir gosið upp milli ýmsra rikja.
Til þess að tryggja sér sem bezta aðstöðu og hag í því
efni, hafa ríkin notað ýmsar mismunandi aðferðir og
þá fyrst og fremst heraflann. Englendingar urðu fyrstir
til; þeir áttu stærstar og auðugastar nýlendurnar og
voru fijótastir að koma sér upp stórum herflota til að
vernda þær á tiltölulega friðsamlegan hátt. Aðrar þjóðir
fylgdu eftir, en skorti bæði styrk og lag til að ná sömu
tökum á þeirri aðferð og Englendingar, enda var eftir-
leikurinn erfiðari, þar sem bæði var um lélegri og tor-
sóttari lönd að ræða. Þær þurftu því að fara aðrar
leiðir, ef þær vildu standa Englendingum á sporði eða
keppa við þá um »heimsveldið« bæði í pólitisku og við-
skiftalegu tilliti. — Sú samkepni mun ljósast hafa vak-
að fyrir Þjóðvei’jum, og af því að leiðin til að auðgast
og eflast með nýlendunámi var þeim rnjög torsótt, þá
urðu þeir að við hafa aðrar aðferðir, og því hafa þeir,