Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Blaðsíða 40
38
tollgæzlu, óskapast ef ráðinn er maður í viðbót til nauð-
synjaverka hins opinbera, og elur hatur og öfund til
•ömurlega illa launaðra starfsmanna þjóðfélagsins.
Annars er skamt á milli hinnar frjálsu samkeppni
kaupmanna og frjdlsrar, þegjandi samvinnu. Þar sem
eg ólst upp, voru allmargar verzlanir, og vissi eg til
þess, að spurst var nákvæmlega fyrir um verðið hjá
nágrannaverzlunum til þess eins, að verða ekld lœgri.
■Og alla jafna ber lítið á samkeppninni, gamlar verzlanir
láta hver aðra löngum í friði, helzt að hún stingi upp
höfðinu, ef koma þarf á kné ungum efnismanni sem
hugsar sér að fá einhverju þokað unr verzlunarástand-
ið, eða þá almennum samtökum fólksins sjálfs unr að
annast kaup og sölu.
Og ekki hefir hún heldur komið mikiu til leiðar
um vöruvöndun, óhrein og illa þur ull tekin þegjandi
fullu verði af efnabóndanum sem akkur var að verzla
við, en sem hins vegar var svo efnalega settur, að
hætta gat leikið á að flytti sig yfir til nágrannaverzl-
unarinnar ef í móti var haft, og ekki liggja stórvirkin
eftir hana þar heldur um aðrar landbúnaðarafurðir, sást
það bezt á smjörinu. Það, sem þar hefir unnist, er
einkum verk samvinnufélaganna og smjörbúanna. Aftur
er svolítið öðru máli að gegna um sjávarafurðirnar, enda
hafa kaupmenn sjálfir einatt verið útgerðarmenn jafn-
framt.
Og ekki hefir erlenda varan þótt vaiin af betri
endanum; er eins og keppninnar hafi oft og einatt helzt
:gætt í því, að flytja hingað se'm allra lélegasta vöru,
til manneldis, hreint og beint skepnufóður. Er þetta
auðvitað meðfram sök fjöldans, sem altaf spyr um verðið,
en aldrei um gæðin.
Ein veruleg framför er þó beinlínis kaupmanna-
verzlunum að þakka, það er peningaverzlunin. Mun það