Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Blaðsíða 94
92
skarpar andstæður. Ríkra manna skoðunin og skoðua
smælingjanna. Eg viðurkendi fúslega rétt auðvaldssinna
til að hafa sínar skoðanir, að eins ekki að þrengja
þeim upp á alla aðra. Þ. Þ. gerir mér ekki sömu skil.
Hann reynir að komast hjá að minnast á þennan klofn-
ing, og er helzt að sjá að hann vilji líta svo á, að
verkakenningin sé bláber vitleysa og meinloka, sem
hægt sé að þurka af yfirborði jarðarinnar, með öflug-
um háðsmerkjastraum. Af grein hans er svo að sjá,
sem hann haldi að þessi kenning hafi ekkert fylgi, og
enga stuðningsmenn, og engin áhrif.
Hvort svo er, geta greina-góðir menn sannfærst
um, með því að athuga þá viðburði, sem nú eru aðger-
ast út i styrjaldarlöndunum, bæði vald jafnaðarstefn-
unnar yfir sínum eigin fylgismönnum, og þá ekki síður
hitt, hversu hinir einbeittustu andstæðingar stefnunnar
hafa orðið að breyta kenningum hennar, (rikisfram-
kvæmdum) í veruleika, í von um að gera þjóðirnar
sterkar og sigursælar.
Þ. Þ. liefir þótt það bæta málstað sinn, að koma
fram með tilgátu um það, hvað eg muni hafa lesið-
margar bækur um auðfræði. Og tilgátan er sú, að eg
hafi lesið tvœr: Viðskiftafræði Jóns heitins Ólafssonar
og »eitthvert æsingarrit« i ofanálag. Þykir honum ber-
sýnilega, eins og sá málstaður sé illa farinn, sem ekki
styðst við meiri bókfræði. En í stað þess að gleðja
sig við ímyndunina um fáfræði mina, var honum mest
fremdurvon af að hrekja grein- mína með rökum, og
láta síðan lesendurna finna til yfirburðanna. Annars er
þessi útúrdúr fremur óheppilegur fyrir Þ. Þ- sjálfan.
Honum lilýtur að vera kunnugt um að niðurstöður auð-
fræðinnar, það sem þær ná, eru víðar til en í höfðum
þeirra, sem tekið hafa próf í þeim fræðum við Hafnar-
háskóla. Meir að segja má fá, á málum grannþjóðanna,.
miklu meiri fróðleik um þessi efni, fyrir nokkrar krón- ■
ur, heldur en Þ. Þ. er líklegur til að veita þjóð sinni á