Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Blaðsíða 84
82
broddborgarahringum i Reykjavík. öllum þessum mönn-
um fanst Þ. Þ. vera þeirra málsvari og verja hinn
gamla rétttrúnað gegn hættulegum nýjungum. Og svo
einkennilega vildi til, að aðdáunin á Þ. Þ. virtist mest
fyrir það, sem var aðalgallinn á grein hans: þekkingar-
gorgeirinn og óvönduðustu rangfœrslurnar.
Hinsvegar fékk Þ. Þ. litla áheyrn hjá samvinnu-
mönnum landsins. Þótti þeim ritsmíð hans sýna ljós-
lega, að hann fylgdi af alhuga kaupmensku og auð-
valdi. í »íslendingi« kom napurt gamankvæði eftir
Indriða á Fjalli um Þ. Þ. og Indriða Einarsson. í þvi
var þessi vísa:
»Hoppa, eins og hrafn á rá,
við hjalla útvegsmannsins.
Stjórar, toppum tveggja á,
tignarstöðva landsins «
Fylgið við peningana hefir sjaldan verið betur ein-
kent, heldur en í þessari einföldu stöku. — Ben. Jóns-
son á Auðnum svaraði Þ. Þ. í Rétti og sýnir grein hans
nokkurnveginn ljóst, livaða álit gáfaðir samvinnumenn
liafa á skoðunum þeim, er Þ. Þ. og lians félagar berj-
ast fyrir. Hinsvegar er allmikill fengur í að forvígis-
menn auðvaldsins komi í öllum hertýgjum fram á sjón-
arsviðið. Eftir það verður enginn misskilningur um,
hvar þeir standa í fylkingunni.
Grein Þ. Þ. skiftist aðallega í tvo kafia. Dóm um
timaritið Rétt og tilgang þess, og svar við grein minni
um markaðsverð. Siðari kaflinn er bæði lengri og til-
þrifameiri, og skortir þar ekki stór högg, þó að mark-
hæfnin sé ekki að sama skapi.
Dóm sinn um Rétt byrjar Þ. Þ. með þvi, að ritið
ætli sér að fræða menn um þrjár stefnur: Jafnaðar-
mensku, kenningu Henry George, og samvinnustefnuna.
Um tvær hinar fyrnefndu segir hann: »Báðar þessar
stefnur hafa safnað um sig harðsnúnum flokkum, er
hafa það sameiginlegt, að þeir þykjast hafa fundið alls-