Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Side 9
147
árangurinn og afhenda sambandsstjórn. Yrði sumt birt
á prenti og sumt notað til aukinna verzlunarskifta, eftir
jþví sem henta þætti.
Ef þessu ráði væri fylgt, myndi Sambandið með
tiltölulega litlum kostnaði geta aflað sér vitneskju, sem
síðar gæti orðið almenningi til mikilla hagsbóta. Það
er stundum erfitt að gizka á það fyrirfram, hve mikill
gróði getur orðið að einni lifvænlegri.hugmynd.
Einn verulegur kostur, sem fylgja myndi slikri
rannsókn væri það, að þá ætti Sambandið ólíkt hægra
um vik en nú, um að hjálpa ungum og efnilegum
samvinnumönnum, sem framast vildu erlendis. En þá
væri því máli vel á veg komið, er sambandsstjórnin
hefði kunnugleika á fjölmörgum stöðum erlendis, sem
um mætti velja, og gæti vísað hverjura þangað, sem
bezt þætti henta. Væri þetta ekki lítil nauðsyn, þar
•sem það er einsætt, að ef samvinnustefnan hefði völ
á mörgum áhugasömum og vel sérmentuðum forgöngu-
mönnum í viðbót við þá, sem nú stýra félögunum, þá
myndi stefnan færa út kvíarnar hraðar en nokkurn
grunar nú. Fólkið er reiðubúið til að bjarga sér sjálft,
ef völ væri nógu margra vel æfðra og áhugamikilla
starfsmanna.
Þessar rannsóknarferðir til útlanda myndu að minni
hyggju leiða af sér aukin og bætt viðskiftasambönd,
endurbætt skipulag á hverju sviði félagsskaparins
hér heima, auknar utanferðir samvinnumanna til náms
erlendis, og ekki sizt aukinn árangur slikra ferða, þar
sem hver ferðalangur gæti fyrirfram fengið gagnleg-
ar og áreiðanlegar bendingar um það, hvaða stofnanir
og einstaklinga honum væri mest gagn að heimsækja.
Annar þáttur, sem ekki má vanrækja er það, að
koma upp góðu bókasafni fyrir samvinnumenn. Ættu
þar að vera til flest hin merkustu rit um félagsmál,
sem rituð hafa verið á islenzku og skyldum málum.
-Að sjálfsögðu yrði það bókasafn tengt við skóla félag-