Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Blaðsíða 4

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Blaðsíða 4
142 helzta vörnin, sem almenningur í lýðfrjálsum löndum.' hefir gripið til í baráttunni við milliliðina. En þó að það úrræði hafi og gert geisilega mikið gagn hér á landi, svo að það verði' seint fullþakkað, þá er þjóðin þó ekki komin á það stig, að líkur séu til, að lands- verzlun haldi áfram eftir að friður er á kominn, nema með sárfáar tegundir, og það þá helzt þær, sem komn- ar eru nú þegar í hendur auðfélaga eða hringa. Styrjöldin hefir á hinn bóginn gefið samvinnustefn- unni byr undir báða vængi. Aðstaða sú, sem vöru- skortur og flutningateppa lagði milliliðunum í hendur og var alt of víða misnotuð, hefir opnað augu fjölda margra manna fyrir bættunni, sem stafar af ofurvaldi millimannanna. Landsverzlunin hefir kent ýmsum, sem áður þektu að eins kaupmannaverzlun, að til eru aðrar leiðir, og þær stundum býsna hagfeldar. Skifti hreppa- og bæjarfélaga við landsverzlunina hafa til stórra muna aukið veizlunarsjálfstæði almennings. Og ef samvinnu- félögin kunna með að fara, erfa þau vænan bróðurpart af veltu landsverzlunarinnar, þegar hún dregur sam- an seglin. Þá mun samvinnustefnunni verulegt gagn að lýð- frelsishreyfingum þeim, er ólga suður í löndum. Að vísu kennir þar sumstaðar öfga, svo að frelsið verður að harðstjórn. En bæði munu bætur finnast við því böli,. áður langt um líður, og þar að auki eru margar þær réttarbætur að verða að veruleika, sem miklu máli munu skifta. Dómur striðsins hefir rekið í útlegð eða dauða alla keisara og flesta aðra krýnda þjóðhöfðingja Norðurálf- unnar. í Austur- og Mið-Evrópu, sem verið hefir höf- uðvígi kyrstöðu, afturhalds og herveldis, risa nú upp mörg lýðfrjáls ríki, þar sem þjóðerni og sjálfsákvörðun fólksins ræður landamerkjum. í stað þess, að þjóðir þær, er búið hafa i þessum löndum, hafa fyr verið máttlítil verkfæri í höndum »junkara« og auðkýfingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.