Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Blaðsíða 43
181
nægum höfuðstól til þeas að vextir af sjóðnum nægðu-
handa skólanum, skal eg láta óaagt, enda kemur þar
svo margt til greina, eins og aðsókn að skólanum, inn-
kaup kaupfélaganna o. s. frv.
En þótt menn hugsuðu nú aldrei svo hátt, að fá á
þennan hátt nóg starfsfé handa skólanum, þá mætti á
þennan hátt fá fé til ýmsra framkvæmda, sem geta
verið bráðnauðsynlegar, þótt þingið ekki sjái nauðsyn-
ina og veiti fé til þeirra.
Menn sjá nú af þessu, að eg er að reyna að benda
k- á leið til þess að kaupfélögin og heimavistir skólanna
geti hjálpast að því að gera skólana sjálfstæða.
Fjelagar heimavistarfélagsins afsala sér þá hagnað-
inum, sera þeir hafa af því að verzla við kaupfélögin,
til skólanna. Og á því veltur þá svona sjóðstofnuo,
hvort þeir vilja það. Þegar eg í gamla daga var kunn-
ugur á Möðruvöllum og Hólum, ríkti sá andi þar í garð
skölanna, að eg þori að fullyrða að nemendur voru
fúsir til þessa. Og enn hygg jeg svo vera, þótt mér
sé það ekki eins kunnugt nú og fyrir 14—18 árum
síðan.
Margir munu nú halda, að eins gott sé að bíða
með svona sjóðstofnun unz einhver ríkur kaupmaður,
sem skólarnir hafa skift við, myndar sjóðinn. En við
þá vil jeg segja það, að »betri er ein kráka í hendi en
tvær á flugi«. Að vísu eru margir þeir, sem auði hafa
safnað með álagningu á vörum eða »með verzlunc, stór-
gjöfulir menn, sem oft gefa til fræðslu- og líkarstarf-
semi; en öll von er völt. Því á ekki að treysta á
vonina, en vinna að stofnun sjóðanna á samvinnu-
grundvelli, því jeg vona, að allir geti orðið sammála
um þörf þeirra.
Eg sagði, að þjóðin græddi líka á því, að heima-
vistarfélögin verzluðu við kaupfélög en ekki kaupmenn,
og er þá eftir að leiða rök að þvi.
Fyrst er þá þess að geta, að jeg teldi það mikinn