Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Blaðsíða 29
167
Vegna rangsleitni og kúgunar leiðast landsbúar til blóð-
ugra og oft Bviksamlegra hefnda. Hegningin lendir svo
ekki að eins á þeitn, er til unnu, keldur allri þjóð-
inni — með nýrri og harðari kúgun.
Svo að enginn ætli smáríkin nokkru betri en stór-
veldin, ef þau geta komið því við, mun nægja að minna
á aðfarir eins ötulasta smáveldisins, Belgíu, í Kongó-
ríkinu, er hinir svörtu frumbyggjar landsins voru
flæmdir í stórflokkum til nauðungarvinnu með mis-
þrælslegum aðferðum — alt frá skattakvöðum og eign-
arnámi jarðeigna (sem eru helztu kúgunaraðferðir Norð-
urálfumanna, er þeir vilja kenna lituðum þjóðum að
vinna, svo þeirra eigin fjárstóll geti ávaxtast duglega),
til villimannlpgra misþyrminga.
Utanríkisráðherra Breta, Sir Eclwavd Grey lét í Ijós
í júli 1908 þá kröfu Breta viðvikjandi Kongó, að »nauð-
ungarvinnu yrði að létta af«. Og svo bætir hann við:
»Ef endir á að verða á þrælkuninni, þá varðar það
mestu, að frumbyggjarnir fái tafarlaust umráð stórra
landeigna, er þeir geti framfleytt sér á«.
Annars þarf eitthvað stórkostlega mikið til að stöðva
heimsdrotnun hvítu þjóðanna á óheillabraut sinni.
Friðarhreyfing vorrar aldar virðist alt of leiðitöm og
sljóskygn til að geta bundið enda á hið öfluga banda-
lag verzlunarhagsmuna hvítra þjóða og hervaldsins.
Það eitt gæti hrifið, ef það kæmi í ljós að sjálfum
hinum hvítu þjóðum væri búin voðaleg hætta af þess-
ari ábatasólgnu heimsdrotnun sinni.
Heimverzlunin er í núverandi mynd sinni verkfæri
hinna hvítu þjóða til stjórnlegrar og fjárefnalegrar und-
irokunar annara mannflokka. — Auðmenn hvítu þjóð-
anna reyna með brögðum eða ofbeldi að ná undir sig
allskonar einkaforrjettindum í löndum gulra, brúnna
og svartra manna, svo sem steina- og málmnámum, og
yfirleitt arðvænlegustu landeignunum. Og líkt og Pún-
verjar reyndu á sinni tíð að verða sér úti um ódýran