Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Side 58

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Side 58
196 ar sem byrjað væri, því lengur yrði að bíða árangurs.- Ekki var samt stefnt hærra en það, að bjóða fram- þingmannaefni í 10 kjördæmum. Að eins einn þing- maður komst að. Margir komust nærri sigri, en féllu þó. Ástæðan, fyrir utan það, sem fyr var talið, að samvinnumenn vildu fara vel og drengilega með hina sigruðu, og semja friðinn fremur á grundvelli hugsjón- ar en peninga. Hins vegar var þjóðin æst af stríð- inu og sigrinum og fúsust að fylgja þeim, sem mestri lofaði hörkunni við óvinina. Ekki létu samvinnumenn á sig fá, þótt lítill væri' sigurinn. Þeir trúa á málstað sinn og vita, að um< síðir ná þeir höfn, sem staðfastlega berjast fyrir drengi- legum hugsjónum. Má marka nokkuð stefnu þeirra af kosningadagskrá þeirri, er þeir birtu í desember síðast-- liðnum áður en kosningar fóru fram: 1. Sjá vel um særða menn og fatlaða, svo og um nauðstadda vandamenn þeirra, er fallið höfðu, eða fatlast frá vinnu. 2. Efna til fulls loforðin við verkamannafélögin, þau sem gefin voru í stríðsbyrjun. B. Lögleiða aftur fullkomið rit- og málfrelsi. 4. Hindra óhæfilegan milliliðsgróða með löggjöf og: stjórnareftirliti. 5. Berjast móti öllum óeðlilegum höftum og þving- andi lagafyrirmælum gegn samvinnustefnunni. 6. Beitast fyrir frjálsri verzlun og móti tolli á nauð- synjavörum. 7. Byggja góð híbýli handa efnalitlu fólki með fram- lögum af almannafé. 8. Stofna sérstakt heilbrigðismálaráðuneyti. 9. Efla svo menta8tofnanir þjóðfélagsins, að hver mað- ur geti átt kost á mentun við sitt hæfi. 10. Hækka erfðaskatt og skatt á þeim gróða, sem ekki er unnið fyrir. 11. Stofna alþjóðasamband til verndar heimsfriðnum A

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.