Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Blaðsíða 41
• Btæði1). Svona er nú þetta með einataklingana, þeir
vilja allir verða sjálfstæðir, og þeim er þess full þörf.
Sama gildir að nokkru leyti með skólana. Þeir eru
ekki efnalega sjálfstæðir fyr en við þá eru sjóðir sem
eru svo miklir, að af vöxtum þeirra má borga öll út-
gjöld við skólahaldið. Meðan skólastofnanir verða að
lifa á fjárframlögum frá þingi og stjórn, sem stöðugt
skiftir, þingi, sem ef til vill er hlynt mentamálum í
ár, en sker alt við neglur sér næsta fjárhagstímabil, er
þess varla að vænta, að skólinn verði eins og hann
þarf og á að verða. Þeir sem stjórnað hafa skóla,
munu samsinna þetta með mér. Eg þarf engin dæmi
að nefna, en get þó spurt sem svo: Ætli Stefán Stef-
ánsson hefði ekki gjarnan viljað hafá slíkan sjóð 1917
—18, bæði til þess að fá kol, launa íslenzkukennara
o. fl.? Ætli Iialldór Vilhjálmsson vildi ekki gjarnan
hafa slíkan sjóð 1918 til að byggja fyrir?
Ætli þeir, sem gengið hafa í ábirgðir til þess að
Flensborgarskólinn geti starfað áfram, vildu ekki gjarn-
an hafa slíkan sjóð, og ætli þeir, sem mest hafa lagt
á sig til þess að reyna að halda lífi í Eiðaskóla, vildu
ekki gjarnan óska eftir slikum sjóði þar?
Ætli skólapiltar þeir, sem í frostavetrum stunda
nám á Hólum, vildu ekki gjarnan hafa slíkan sjóð til
að kaupa kol fvrir o. s. frv. ?
Yfirleitt held jeg að allir skólavinir óskuðu þess,
að skólarnir gætu orðið meira sjálfstæðir og minna
háðir fjárveitingum þingsins en nú eru þeir. En til
þess að þeir verði það, þurfa að myndast við þá sjóðir,
rsem verði svo öftugir, að þeir geti borið mestan skóla-
kostnaðinn, og helzt allan.
En hvernig rayndast slíkir sjóðir?
Ú I þingræðu þeirri, sem hér er átt við, var sagt að það
- sæti illa á N. N. þingmanni að vera nú á móti N. N., þar sem ræðu-
maður og flokksbræðnr lians hefðu alla tið verið aö reyna að hjálpa
;N. N. til þess að verða fjárhagslega sjálfstæður.