Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Blaðsíða 47
185
íiveitum og alþýðu í kauptúnum. Lífsskilyrði beggja
stétta eru því nær hin sömu. Báðir strita í sveita síns
andlitis. Um eiginlegan mun milli vinnukaupanda og
vinnuseljanda er ekki að ræða, enga óbrúanlega gjá,
sem skilja yíirlýð frá undirgefnum. Sumir erja jörðina
og draga auðæfin í skauti hennar. Aðrir draga gull úr
greipum sjávarins. Enginn djúptækur munur er á at-
vinnuvegum þessara stétta.
Og samt bólar töluvert á kala miili þessara stétta,
sem fremur hefir farið vaxandi á seinni árum. Tilefnið
á að vera fjármunaleg andstæða. Hvor aðilinn ber
hinum á brýn ósanngirni um verblag á seldum afurðum.
Deilan um vinnuaflið verður ekki tekin hjer til umræðu,
enda er hún ekki djúptæk.
Sveitabændur þykjast alloft beittir órétti af sjávar-
mönnum um verðlag á fiskmeti. Fullyrða að þeim sé
seld varan hærra verði, heldur en framleiðendur fái
fyrir hana á erlendum markaði. Gagnstæða sögu segja
kaupstaðarbúarnir. Þeir kvarta um verðið á kjötinu,
tólginni og smjörinu. Það sé gegndarlaust og uppskrúf-
að fram úr hófi. Með því að halda á lofti einstökum
dæmum um ósanngjarna sölu á innlendum matvælum
hefir tekist að skapa furðu mikla en ærið ástæðulausa
úlfúð milli sveitafólks og kauptúnabúa.
Eg vil engan veginu neita þvi, að til muni vera
þeir menn og það æðimargir, sem fara eins langt og
þeir komast í afurðasölunni. Eg hefi jafnvel talað við
einstöku menn, og það mæta menn að mörgu leyti, sera
hafa haldið því fram, að það væri hrein og bein vit-
leysa að hugsa um nokkuð annað í þessum efnum en
að komast sem lengst í skiftunum við náungann.
Ekki verður við þvi gert þótt nokkrir menn séu
til svo harðlyndir. Hitt er verra ef þeim tekst að hafa
viðtæk, og ef til vill óheppileg áhrif, á viðskifti fjöl-
mennuBtu stétta í landinu. En til þess að svo verði
•ekki til frambúðar, þarf að leitast við að finna réttlátan